NBA: Dallas og Denver unnu Eins og oft áður var nóg um að vera nýliðna nótt í NBA-deildinni. Dallas Mavericks og Denver Nuggets berjast um annað sætið í Vesturdeildinni og unnu bæði sigra í nótt. Körfubolti 13. apríl 2010 08:58
NBA: Góður sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Mikivægt fyrir Chicago sem er að berjast við Toronto um lokasætið í í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Körfubolti 12. apríl 2010 08:39
NBA: Góður sigur hjá San Antonio gegn Denver Tap Denver fyrir San Antonio í nótt var dýrt því liðið missti forskoti í sinni deild og það gæti haft mikil áhrif á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Denver þurfti aðeins að vinna annan af tveimur síðustu heimaleikjum sínum til þess að tryggja sigur í sinni deild. Körfubolti 11. apríl 2010 11:12
Arenas farinn í fangelsi Körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hóf í nótt afplánun í fangelsi vegna byssumálsins svokallaða en Arenas var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards. Körfubolti 10. apríl 2010 23:45
NBA: Lakers búið að vinna Vesturdeildina Los Angeles Lakers tryggði sér í gær sigur í Vesturdeild NBA-deildarinnar með sigri á Minnesota Timberwolves. Körfubolti 10. apríl 2010 11:08
Wade gæti afþakkað landsliðssæti NBA-stjörnurnar eru ekki beint að deyja úr spenningi yfir því að spila með bandaríska landsliðinu í körfubolta á HM í sumar. Körfubolti 9. apríl 2010 23:15
NBA: Cleveland og Lakers töpuðu Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls vann Cleveland Cavaliers, Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers og Sacramento Kings lagði LA Clippes. Körfubolti 9. apríl 2010 09:00
Nelson náði einstökum áfanga í nótt Sigur Golden State á Minnesota í nótt var sögulegur í meira lagi því með sigrinum varð Don Nelson, eða Nellie eins og hann er kallaður, sigursælasti þjálfari allra tíma í NBA-deildinni. Körfubolti 8. apríl 2010 09:11
NBA: Ótrúlegur leikur hjá Utah og Oklahoma Leikur Oklahoma og Utah í nótt snérist upp í einvígi Kevin Durant og Deron Williams. Báðir tóku síðan lokaskot sinna liða í ótrúlegum leik. Williams hitti en Durant ekki og því vann Utah. Körfubolti 7. apríl 2010 09:39
Jackson sektaður fyrir að gagnrýna dómara Hinn goðsagnakenndi þjálfari LA Lakers, Phil Jackson, var allt annað en sáttur við dómara leiks síns liðs og San Antonio um helgina og lét þá heyra það eftir leikinn. Körfubolti 6. apríl 2010 14:00
Arenas fer í alvöru fangelsi í tvo daga Mörgum þótti körfuboltakappinn Gilbert Arenas sleppa vel með 30 daga dóm í lágmarksöryggisfangelsi, í ætt við Kvíabryggju, fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards. Körfubolti 5. apríl 2010 20:30
NBA: Spurs í úrslitakeppnina þrettánda árið í röð San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með mögnuðum sigri á LA Lakers, 110-81, í Staples Center. Körfubolti 5. apríl 2010 11:29
Troðslan sem kostaði Andrew Bogut úrslitakeppnina - myndband Andrew Bogut, ástralski miðherjinn hjá Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta, verður líklega ekkert meira með liði sínu á tímabilinu eftir að hann meiddist illa í leik á móti Phoenix Suns í fyrrinótt. Bogut lenti illa á hendinni eftir að hafa skorað úr hraðaupphlaups-troðslu í öðrum leikhluta. Körfubolti 5. apríl 2010 08:00
Forskot tekið á úrslitakeppnina í kvöld þegar Boston vann Cleveland Ray Allen var í miklu stuði þegar Boston Celtics vann 117-113 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld en hann skoraði 33 stig þar af setti hann niður mikilvægan þrist 48 sekúndum fyrir leikslok. Það var hart tekist á í leiknum og það má segja að liðin hafi þarna tekið forskot á úrslitakeppnina sem hefst seinna í mánuðinum. Körfubolti 4. apríl 2010 22:00
Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago. Körfubolti 4. apríl 2010 14:00
Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig. Körfubolti 4. apríl 2010 12:00
NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki. Körfubolti 4. apríl 2010 11:00
NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Körfubolti 3. apríl 2010 11:00
Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat. Körfubolti 2. apríl 2010 14:45
NBA: Orlando með þriggja stiga skotsýningu í sigri á Dallas Orlando Magic er í góðum gír þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann öruggan 97-82 útisigur á Dallas Mavericks í nótt. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni en Denver stöðvaði sigurgöngu Portland Trail Blazers í hinum leiknum. Körfubolti 2. apríl 2010 11:00
LeBron tekur kvikmyndaleik fram yfir landsliðið LeBron James segir afar litlar líkur vera á því að hann spili með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í sumar. Körfubolti 1. apríl 2010 23:30
NBA: Cleveland marði Bucks og Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Cleveland Cavaliers steig í nótt stórt skref í átt að því að vera með besta árangurinn í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 101-98 sigur á Milwaukee Bucks á sama tíma og Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Körfubolti 1. apríl 2010 09:00
NBA: Áttundi sigur Phoenix Suns liðsins í röð Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sinn áttunda leik í röð og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni með 11-105 sigri á Chicago Bulls á útivelli. Körfubolti 31. mars 2010 09:00
NBA: Nowitzki með þrennu, Lakers tapaði og New Jersey vann Dirk Nowitzki átti flottan leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar Dallas Mavericks vann mikilvægan sigur á Denver Nuggets í baráttunni um annað sætið í Vesturdeildinni. Körfubolti 30. mars 2010 09:00
NBA: Boston flengt - LeBron allt í öllu hjá Cavs Boston Celtics fékk stóran skell á heimavelli sínum í NBA-deildinni í nótt þegar San Antonio Spurs kom í heimsókn. Manu Ginobili var frábær í liði gestanna og var stigahæstur með 28 stig í 73-94 sigri Spurs. Körfubolti 29. mars 2010 09:00
NBA: Lakers rétti úr kútnum Los Angeles Lakers vann Houston Rockets á útivelli í nótt 109-101. Liðið rétti því úr kútnum eftir að hafa tapað stórt í fyrrinótt gegn Oklahoma. Körfubolti 28. mars 2010 10:34
NBA: Oklahoma rúllaði yfir Lakers - New Jersey setur ekki met Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir í nótt og vann Los Angeles Lakers örugglega 91-75. Lakers hafði unnið sjö leiki í röð þegar kom að þessum leik. Körfubolti 27. mars 2010 11:01
NBA: Miami, Portland og LA Clippers með sigra Þrír leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta nýliðna nótt. Körfubolti 26. mars 2010 09:00
NBA: Lakers vann San Antonio Los Angeles Lakers vann San Antonio Spurs 92-83 í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers. Körfubolti 25. mars 2010 08:38
NBA: Knicks skellti Denver NY Knicks gerði sér lítið fyrir og lagði Denver Nuggets af velli í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn snérist upp í einvígi Carmelo Anthony og Danilo Gallinari. Körfubolti 24. mars 2010 09:00