Körfubolti

Troðslukeppni NBA - myndasyrpa

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Blake Griffin sigraði í troðslukeppni NBA deildarinnar.
Blake Griffin sigraði í troðslukeppni NBA deildarinnar. AP
Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð.

Javale McGee leikmaður Washington Wizards gerði sér lítið fyrir og tróð tveimur boltum í tvær körfur - og hann gerði enn betur og tróð þremur boltum nánast á sama tíma.

DeMar DeRozan frá Toronto Raptors sýndi einnig mögnuð tilþrif.

Serge Ibaka leikmaður Oklahoma City Thunder. Ibaka, sem er frá Kongó, gerði betur en Michael Jordan gerði á sínum tíma en Ibaka stökk frá vítalínunni og tróð boltanum í körfuna og hóf hann flugið lengra frá körfunni en Jordan gerði á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×