Gamli boltinn notaður á ný í janúar David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú viðurkennt ósigur sinn og staðfesti í gær að gamli leðurboltinn verði tekinn fram að ný þann 1. janúar næstkomandi eftir að allar helstu stjörnur deildarinnar lýstu yfir óánægju sinni með nýja gerviefnaboltann. Körfubolti 12. desember 2006 15:38
Ellefu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix vann í nótt ellefta leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Orlando á útivelli 103-89. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir Phoenix í leiknum. Þá vann Utah auðveldan sigur á Dallas 101-79 og færði Jerry Sloan þjálfara þúsundasta sigurleikinn á ferlinum. Carlos Boozer skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas. Körfubolti 12. desember 2006 14:32
Orlando - Phoenix í beinni á miðnætti Það má reikna með fyrsta flokks skemmtun á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld þar sem leikur kvöldsins verður viðureign Orlando Magic og Phoenix Suns. Leikurinn hefst á miðnætti og fróðlegt verður að sjá hvernig heitasta liðinu í NBA í dag, Phoenix, vegnar gegn ungu og skemmtilegu liði Orlando. Körfubolti 11. desember 2006 22:20
LA Lakers lagði San Antonio Los Angeles Lakers vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs 106-99 á heimavelli sínum Staples Center í Los Angeles, en lið Spurs hafði unnið fjóra leiki í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Manu Ginobili skoraði 23 stig af bekknum fyrir Spurs. Körfubolti 11. desember 2006 05:04
Nelson náði 1200. sigrinum Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors í NBA deildinni, varð í nótt annar þjálfarinn í sögu NBA deildarinnar til að vinna 1200 leiki á ferlinum þegar lið hans lagði New Orleans 101-80. Aðeins Lenny Wilkens hefur unnið fleiri leiki á þjálfunarferlinum en hann á að baki 1332 sigra og er fyrir nokkru hættur að þjálfa. Körfubolti 10. desember 2006 15:15
Yao Ming kláraði Washington Kínverski risinn Yao Ming fór á kostum og skoraði 23 af 38 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Houston lagði Washington 114-109 á útivelli í NBA deildinni í nótt. Hann hirti auk þess 11 fráköst og varði 6 skot. Gilbert Arenas skoraði 41 stig fyrir Washington í þessum fjöruga leik sem sýndur var beint á NBA TV á Fjölvarpinu. Körfubolti 10. desember 2006 14:04
Níu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix Suns vann í nótt sinn níunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Boston á útivelli 116-111. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix en Paul Pierce skoraði 36 stig fyrir Boston. Körfubolti 9. desember 2006 15:54
Sacramento - Miami á Sýn í kvöld Leikur Sacramento Kings og Miami Heat frá því liðna nótt verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:25 eftir miðnætti. Þá verður leikur Milwaukee og Memphis sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt svo það er nóg um að vera á skjánum fyrir körfuboltaáhugamenn í kvöld. Körfubolti 8. desember 2006 21:18
Iverson vill fara frá Philadelphia Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í NBA virðist nú loksins vera búinn að fá nóg af því að tapa og nú hafa þær fréttir lekið út í fjölmiðla að Iverson hafi formlega farið fram á það við forseta félagsins að fá að fara frá félaginu. Körfubolti 8. desember 2006 20:30
Skoraði 27 stig með vinstri Körfuboltagoðsögnin Larry Bird sem lék með Boston Celtics á árum áður varð fimmtugur í gær og í tilefni af því var heill dagur helgaður ferli þessa frábæra íþróttamanns á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Þar sögðu margir af félögum hans og keppinautum skemmtilegar sögur af honum. Körfubolti 8. desember 2006 17:45
Þetta er besti leikur sem ég hef séð Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Körfubolti 8. desember 2006 05:27
Loks vann Washington á útivelli Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar. Körfubolti 7. desember 2006 14:40
Cleveland - Toronto í beinni á miðnætti Leikur Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Cleveland er hörkulið með LeBron James í fararbroddi, en liðinu hefur gengið afleitlega gegn veikari liðum deildarinnar það sem af er í vetur. Körfubolti 6. desember 2006 22:44
Stern viðurkennir mistök David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur loks viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að taka nýja keppnisboltann í notkun í deildinni í haust. Boltinn er úr gerfiefni og kom í stað gamla leðurboltans, en flest allar stórstjörnurnar í deildinni hafa gagnrýnt boltann harðlega og segja hann ómögulegan. Körfubolti 6. desember 2006 16:15
Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento. Körfubolti 6. desember 2006 13:57
New Jersey - Dallas í beinni í kvöld Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Körfubolti 5. desember 2006 23:09
Washington stöðvaði Dallas Tólf leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið tapaði fyrir Washington 106-97 á útivelli. Gilbert Arenas skoraði 38 stig fyrir Washington en Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas. Körfubolti 5. desember 2006 14:22
Vince Carter var maður næturinnar Vince Carter hjá New Jersey var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 41 stig og var maðurinn á bakvið 112-107 sigur liðs síns á Philadelphia. Þetta var það mesta sem Carter hefur skorað í einum leik í ár. Körfubolti 3. desember 2006 15:15
Styttist í endurkomu Paul Gasol Spænski körfuboltamaðurinn Paul Gasol hefur hafið æfingar á nýjan leik með liði sínu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað í Heimsmeistarakeppninni sem fram fór í sumar. Búist er við því að Gasol byrji að spila innan fárra vikna. Körfubolti 2. desember 2006 19:00
Dallas vann 12. leikinn í röð Dallas er á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sinn tólfta leik í röð. Fórnarlambið að þessu sinni var Sacramento - lokatölur urðu 109-90. Körfubolti 2. desember 2006 11:10
Nowitzki stefnir á að vera með í kvöld Þjóðverjinn Dirk Nowitzki hefur fengið grænt ljós frá læknum Dallas Mavericks að spila með liðinu gegn Sacramento Kings í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf tvö eftir miðnætti. Nowitzki fékk fingur í augað í leik á dögunum og spilaði aðeins 10 mínútur í sigri Dallas á Toronto í fyrrakvöld - en það var 11. sigurleikur liðsins í röð. Körfubolti 1. desember 2006 15:53
Bryant fór hamförum gegn Utah Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt sem leið og það var Kobe Bryant hjá LA Lakers sem stal senunni eins og svo oft áður þegar hann skaut lið Utah Jazz í kaf upp á sitt einsdæmi í 132-102 sigri Lakers. Bryant skoraði 52 stig í leiknum, þar af 30 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Körfubolti 1. desember 2006 14:45
LA Lakers - Utah Jazz í beinni í nótt Það verður mjög athyglisverður leikur í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í nótt þar sem LA Lakers tekur á móti Utah Jazz. Liðin hafa bæði byrjað leiktíðina vonum framar og situr Utah í efsta sæti deildarinnar. Körfubolti 30. nóvember 2006 22:04
Sigurganga Dallas heldur áfram Dallas vann í nótt 11. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann auðveldan sigur á Toronto. Utah lagði San Antonio í uppgjöri efstu liðanna í deildinni og þá tapaði Cleveland enn eina ferðina fyrir einu af lakari liðum deildarinnar. Körfubolti 30. nóvember 2006 14:25
Michael Redd skaut Lakers í kaf Michael Redd átti stórleik í nótt þegar Milwaukee bar sigurorð af LA Lakers á útivelli 109-105 í NBA deildinni. Redd skoraði 45 stig, þar af 18 í lokaleikhlutanum og afstýrði þar með 11. tapi Milwaukee í röð gegn Lakers. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en var með afleita skotnýtingu. Lamar Odom var bestur hjá Lakers með 21 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar. Körfubolti 29. nóvember 2006 14:28
New Orleans - Toronto í beinni Leikur New Orleans Hornets og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan 1 eftir miðnættið. New Orleans er erfitt heim að sækja þó liðið spili heimaleiki sína raunar í Oklahoma-borg, en Toronto hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu. Rétt er að minna svo á leik Dallas og Sacramento sem verður í beinni á Sýn á föstudagskvöldið. Körfubolti 28. nóvember 2006 22:38
Dunleavy framlengir við Clippers Þjálfarinn Mike Dunleavy hefur framlengt samning sinn við félagið um fjögur ár og fær fyrir það um 21 milljón dollara. Los Angeles Times greindi frá þessu í gærkvöld. Dunleavy hefur átt stóran þátt í því að rífa lið Clippers upp úr meðalmennskunni og þrátt fyrir að leiktíðin í ár hafi ekki byrjað glæsilega, en liðið náði besta árangri í þrjá áratugi á síðustu leiktíð. Körfubolti 28. nóvember 2006 15:00
Tíu sigrar í röð hjá Dallas Dallas vann í nótt 10. leikinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann sigur á Minnesota 93-87 í beinni útsendingu á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Josh Howard og Dirk Nowitzki skoruðu 15 stig hvor fyrir Dallas en Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. Körfubolti 28. nóvember 2006 13:32
Dallas - Minnesota í beinni í nótt Leikur Dallas og Minnesota í NBA deildinni verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan hálf tvö í nótt. Dallas er heitasta liðið í NBA og hefur unnið níu leiki í röð og þá er leikur kvöldsins fín upphitun fyrir leik Dallas og Sacramento sem sýndur verður beint á Sýn á föstudagskvöldið klukkan eitt. Körfubolti 27. nóvember 2006 20:45
Fimmti sigur Denver í röð Carmelo Anthony skoraði 33 stig þegar Denver lagði LA Clippers á heimavelli 103-88 í NBA deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigurleikur Denver í röð í deildinni og er Anthony stigahæsti leikmaður deildarinnar það sem af er með 31 stig að meðaltali. Corey Maggette var besti leikmaður Clippers í leiknum með 22 stig og 12 fráköst. Körfubolti 27. nóvember 2006 13:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti