Körfubolti

Detroit vann Chicago í endurkomu Ben Wallace

Ben Wallace náði ekki að vinna sína gömlu félaga í Detroit í gærkvöldi.
Ben Wallace náði ekki að vinna sína gömlu félaga í Detroit í gærkvöldi. MYND/Getty

Detroit lagði Chicago af velli í NBA-deildinni í nótt, 95-93, í leik sem hafði verið beðið eftir með nokkur eftirvæntingu þar sem Ben Wallace, fyrrum leikmaður Detroit, var að snúa aftur til Motown-borgarinnar í fyrsta sinn frá því að hafa gengið í raðir Chicago fyrir tímabilið. Chris Webber, arftaki Wallace hjá Detroit, tryggði liði sínu sigur á lokasekúndunum.

Wallace fékk blendnar viðtökur frá áhorfendum þegar hann var kynntur til leiks í Detroit í dag en í leiknum sjálfum var baulað á hann í hvert einasta sinn sem hann fékk boltann. Wallace stóð fyrir sínu í leiknum, skoraði sex stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Leikurinn var jafn og spennandi en það var Chris Webber sem skoraði sigurkörfu leiksins, 2,2 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Webber skoraði 21 stig fyrir Detroit og hirti níu fráköst.

Shaquille O´neal leiddi Miami til sigurs gegn Cleveland í fjarveru Dwayne Wade. Shaq skoraði 19 stig og tók 11 fráköst í 86-81 sigri liðsins. LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland.

Houston lagði Orlando, 97-93. Tracy McGrady skoraði 34 stig fyrir Houston en hjá Orlando átti Grant Hill fínan leik og skoraði 21 stig.

Ricky Davis skoraði 27 stig fyrir Minnesota sem vann Washinton 98-94.

Amare Stoudamire var í miklu stuði og skoraði 43 stig og tók 16 fráköst þegar Phoenix sigraði Atlanta, 115-106.

LA Lakers sigraði Golden State, 102-85, þar sem Kobe Bryant og Mourice Williams skoruðu 26 stig hvor fyrir Lakers. Monta Ellis skoraði 22 stig fyrir Golden State.

New Jersey vann New York í grannaslag liðanna í nótt, 101-92. Vince Carter var maðurinn á bakvið sigur New Jersey en hann skoraði 41 stig. Þá sigraði Sacramento Indiana, 110-93.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×