NBA dagsins: Vonsvikinn yfir að fá ekki verðlaunin en svaraði með 40 stiga leik Joel Embiid og Donovan Mitchell voru í aðalhlutverkum í NBA-deildinni í nótt þegar tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum. Körfubolti 9. júní 2021 15:00
Sá langneðsti úr nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin Nikola Jokic varð í nótt fyrsti Serbinn og fyrsti leikmaður Denver Nuggets til að verða útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er þriðji Evrópubúinn í sögunni til að afreka það. Körfubolti 9. júní 2021 07:30
NBA dagsins: CP3 axlaði ábyrgðina og Brooklyn Nets fóru á kostum Hinn 36 ára gamli Chris Paul átti ríkan þátt í því að Phoenix Suns ynnu sigur í fyrsta leik einvígisins við Denver Nuggets í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 8. júní 2021 15:30
Brooklyn æðir áfram og saknaði Hardens ekkert Þrátt fyrir að vera án James Harden vegna meiðsla þá völtuðu Brooklyn Nets hreinlega yfir Milwaukee Bucks í nótt og komust í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 8. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Körfubolti 7. júní 2021 15:01
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. Körfubolti 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. Körfubolti 6. júní 2021 19:55
Ætlar frekar að spila með Kalla kanínu en á Ólympíuleikunum Körfuknattleiksmaðurinn LeBron James er kominn í sumarfrí í NBA-deildinni í körfubolta. Hann gaf sterklega til kynna að hann myndi ekki nýta fríið til að búa sig undir og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó. Körfubolti 4. júní 2021 16:31
NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 15:00
Vanessa Bryant sendir Nike tóninn vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, er ósátt við íþróttavöruframleiðandann Nike vegna skóa sem voru hannaðir í minningu dóttur hennar sem lést í þyrluslysi ásamt föður sínum í fyrra. Körfubolti 4. júní 2021 08:01
Sólirnar sendu LeBron og meistarana í sumarfrí Phoenix Suns er komið áfram í undanúrslit Vesturdeildar NBA eftir sigur á Los Angels Lakers, 100-103, í Staples Center í nótt. Körfubolti 4. júní 2021 07:30
Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Körfubolti 3. júní 2021 23:31
NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Körfubolti 3. júní 2021 15:01
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. Körfubolti 3. júní 2021 07:31
NBA dagsins: Ofurmennsk frammistaða hjá Lillard Þjálfari Denver Nuggets, Michael Malone, lýsti frammistöðu Damians Lillard í leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt sem ofurmennskri. Körfubolti 2. júní 2021 15:01
LeBron einu tapi frá því að detta fyrr út úr úrslitakeppninni en nokkru sinni áður Meistarar Los Angeles Lakers eru einu tapi frá því að fara í sumarfrí eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Phoenix Suns, 115-85, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 2. júní 2021 07:30
Áhorfendur í NBA halda áfram að haga sér eins og kjánar Áhorfandi hljóp inn á völlinn, stökk upp og snerti spjaldið í leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Körfubolti 1. júní 2021 20:15
NBA dagsins: Jazzarar ætla ekki að brenna sig á því sama og í búbblunni Utah Jazz ætlar ekki að endurtaka mistökin frá því í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í fyrra. Körfubolti 1. júní 2021 15:30
Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia tapaði í höfuðborginni Joel Embiid fór meiddur af velli þegar Philadelphia 76ers tapaði fyrir Washington Wizards, 122-114, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 1. júní 2021 08:00
NBA dagsins: Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn skoraði samtals 104 stig Sóknarþríeykið ógurlega hjá Brooklyn Nets sýndi allar sínar bestu hliðar þegar liðið vann Boston Celtics, 126-141, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 31. maí 2021 15:01
Handtekinn fyrir að kasta flösku í Kyrie Irving: „Við erum ekki dýr og erum ekki í sirkus“ Stuðningsmaður Boston Celtics var handtekinn eftir að hafa kastað vatnsflösku í átt að Kyrie Irving eftir leik gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Brooklyn vann leikinn, 126-141. Körfubolti 31. maí 2021 08:01
Chris Paul neitaði að hvíla og leiddi Phoenix til sigurs á meisturunum Chris Paul og félagar í Phoenix Suns jöfnuðu metin í einvíginu við meistara Los Angels Lakers í átta liða úrslitum Vesturdeildar NBA með 92-100 sigri í Staples Center í gær. Körfubolti 31. maí 2021 07:30
Vildum ekki leika við matinn okkar Giannis Antetokounmpo, Gríska undrið, notaði skemmtilega myndlíkingu eftir öruggan sigur Milwaukee Bucks á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Körfubolti 30. maí 2021 10:16
Miami sópað, Washington að fara sömu leið, Portland gefst ekki upp og Utah tók forystuna | Myndbönd Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Á meðan einu einvígi er lokið og öðru við það að ljúka er allt galopið í hinum tveimur. Körfubolti 30. maí 2021 09:00
NBA dagsins: Magnaður Tatum hógvær eftir að skora 50 stig ásamt því helsta úr leikjunum í nótt Jayson Tatum skoraði 50 stig er Boston Celtics hélt sér á lífi í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þá komst Atlanta Hawks í 2-1 gegn New York Knicks og Los Angeles Clippers minnkuðu muninn í 2-1 gegn Dallas Mavericks Körfubolti 29. maí 2021 15:45
Hawks tók forystuna, Tatum hélt Celtics á floti og stjörnuleikur Luka dugði ekki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í kvöld. Atlanta Hawks tók 2-1 forystu í einvígi sínu gegn New York Knicks, lokatölur 105-94. Körfubolti 29. maí 2021 09:45
NBA dagsins: AD og LeBron búnir að skipta í meistaragírinn Í fyrsta sinn í langan tíma þá leit Los Angeles Lakers liðið út í nótt eins og lið sem ætlar sér að berjast um meistaratitilinn í NBA deildinni í sumar. Körfubolti 28. maí 2021 15:00
Sigur í fyrsta heimaleik Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár Los Angeles Lakers og Denver Nuggets eru bæði búin að snúa við sínum einvígum með tveimur sigrum í röð í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en Milwaukee Bucks er aftur á móti komið í 3-0 á móti Miami Heat. Körfubolti 28. maí 2021 07:31
Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Körfubolti 27. maí 2021 23:30
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Körfubolti 27. maí 2021 15:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti