Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist

Ham­borgara­fabrikkan kannar hvers vegna veitinga­húsa­gestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitinga­staðnum um helgina. Fram­kvæmda­stjórinn segir allar slíkar á­bendingar teknar al­var­lega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótt­hreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í ham­borgara staðarins.

Neytendur
Fréttamynd

Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur

Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour).

Neytendur
Fréttamynd

Æski­legra að neyt­endur fái úr­lausn sinna mála mun hraðar

Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. 

Neytendur
Fréttamynd

Slær á putta Nettós vegna verð­merkinga

Neytendastofa hefur slegið á putta Samkaupa vegna verðmerkinga í vefverslun Nettós þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni. Þeim fyrirmælum hefur verið beint til félagsins að koma einingaverðum í rétt horf, ellegar sæta dagsektum.

Neytendur
Fréttamynd

Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir

Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að svi­ka­upp­hæðin nemi 200 milljónum króna

Árni Björn Björns­son, veitinga­maður á Sauð­ár­króki, segist óttast að Ís­lendingur sem gefið hafi sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu, hafi svikið hátt í 200 milljónir króna frá stórum hópi fólks. Hann segir fjölda þeirra sem hafi sam­band við sig vegna málsins aukast á hverjum degi. Hann mun gefa lög­reglu skýrslu í dag vegna málsins.

Neytendur
Fréttamynd

„Við höfum ekkert að fela“

Forstjóri Húsasmiðjunnar hafnar því að vörur hafi verið hækkaðar í verði til þess eins að telja neytendum trú um að afsláttur á sumarútsölu væri meiri. Valdar vörur í sumarbæklingi hafi farið á almennt listaverð í nokkra daga áður en allsherjarútsala hófst. Fyrirtækið hafi ekkert að fela.

Neytendur
Fréttamynd

Borist á­bendingar um tug­milljóna króna svik vegna inn­flutnings á húsum

Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sex­tán manns af ís­lenskum aðila sem gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu. For­maður Neyt­enda­sam­takanna segir sam­tökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lög­reglu.

Neytendur
Fréttamynd

Vildu ekki Pretty­boitjokko en fengu hann samt

Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“

Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.

Innlent
Fréttamynd

Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess.

Innlent
Fréttamynd

Mara­bou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins.

Neytendur