Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Um 400 fyrir­tæki séu hætt eða að hætta að nota Rapyd vegna sniðgöngu

Hundruð fyrirtækja hafa síðustu mánuði hætt að nota greiðslumiðlun Rapyd vegna þrýstings frá Sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu. Þá hefur innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Ísrael minnkað verulega á milli ára. Sniðgangan 2024 verður gengin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í dag. Gangan er farin til að vekja athygli á sniðgöngu fyrir Palestínu.

Innlent
Fréttamynd

Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni

Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr.

Neytendur
Fréttamynd

Með ó­líkindum og merki um taum­lausa græðgi

Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil.

Neytendur
Fréttamynd

Skinkan langódýrust í Prís

Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst.

Neytendur
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Óttast að fólk kaupi eitruð barna­föt fyrir jólin

Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum.

Neytendur
Fréttamynd

Réttur og öryggi leigj­enda aukast á sunnu­daginn

Á sunnudaginn taka gildi ný lög um breytingar á húsaleigulögum, en markmið breytinganna er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð.

Neytendur
Fréttamynd

„Prís­á­hrif“ í verð­bólgu­tölum

Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mót­mæla sam­ráð­sum­mælum Breka og segja þau „hald­laus“

Samtök verslunar og þjónustu hafa mótmælt ummælum formanns Neytendasamtakanna um að „nokkurs konar þögult samkomulag“ hafa hlutina eins og þeir eru á dagvörumarkaði. Segja SVÞ ummæli formannsins vera „haldlaus“ og er bent á að formaðurinn hafi ekki fært nokkur rök máli sínu til stuðnings. Slíkt sé alvarlegt og feli í sér harkalega ásökun sem eigi ekki við rök að styðjast.

Neytendur
Fréttamynd

Verð­lag á mat­vöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars

Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­notuð hraðtískuföt hrannast upp hjá Rauða krossinum

Fatasöfnun Rauða krossins hefur tekið ákvörðun um að selja ekki vörur frá netverslunum eins og Shein og Temu í búðum sínum á Íslandi. Teymisstjóri söfnunarinnar segir gríðarlegt magn af slíkum fötum rata í söfnunargáma og oft séu þau jafnvel ónotuð.

Innlent
Fréttamynd

Temu kaupin getu hæg­lega orðið að fíkn

Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum.

Neytendur