Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug

Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda

Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Foreldrar gáttaðir á mjólkurgjöf í grunnskólum

Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að fyrirtæki gefi börnum merktar vörur í grunnskólum borgarinnar – að því gefnu að vörurnar séu notaðar innan veggja skólans og standist siðferðismat skólastjórnenda.

Innlent
Fréttamynd

Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattar lækki á getnaðarvarnir og tíðavörur

Tólf þingmenn standa að frumvarpi sem kveður á um að allar tegundir getnaðarvarna, sem og einnota og margnota tíðavörur, falli í lægra þrep virðisaukaskattsins. Vörurnar myndu þá bera 11 prósent skatt en í dag er skatturinn á þær 24 prósent.

Viðskipti innlent