RG3 besti sóknarleikmaður fyrstu umferðar NFL-deildarinnar Nýliðinn Robert Griffin III er þegar byrjaður að endurskrifa söguna í NFL-deildinni en hann fór algjörlega á kostum í fyrstu umferð NFL-deildarinnar. Sport 13. september 2012 22:00
Rodgers: Varadómararnir kunna ekki reglurnar Ein af stærstu stjörnum NFL-deildarinnar, Aaron Rodgers sem er leikstjórnandi Green Bay Packers, er hundóánægður með varadómarana í deildinni. Sport 12. september 2012 21:30
Ruðningsleikmaður rekinn eftir að hafa kysst 65 ára gamlan kærasta sinn 18 ára gamall ruðningsleikmaður i háskólaboltanum í Bandaríkjunum er að leita sér að nýjum skóla eftir að hann kyssti 65 ára gamlan kærasta sinn á leik. Hann var rekinn eftir það úr liðinu og hætti í kjölfarið í skólanum. Sport 12. september 2012 11:00
Varadómararnir eru líklega ekkert á förum strax Enn þokast ekkert í launadeilu NFL-deildarinnar og dómara. Varadómarar dæmdu í fyrstu umferðinni og NFL hefur gert ráðstafanir til þess að halda þeim fyrstu fimm vikurnar. Sport 11. september 2012 22:15
Baltimore og San Diego byrjuðu vel Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í nótt með tveimur leikjum. Baltimore valtaði þá yfir Cincinnati, 44-13, og svo vann San Diego sterkan útisigur á Oakland, 22-13. Sport 11. september 2012 09:30
Varadómararnir stóðu sig ekki vel um helgina Dómarar voru aldrei þessu vant nokkuð í sviðsljósinu í NFL-deildinni í gær. Það var viðbúið enda varadómarar með flautuna og flöggin en launadeila kom í veg fyrir að aðaldómarar deildarinnar væru á staðnum. Sport 10. september 2012 17:00
Peyton Manning er ekki dauður úr öllum æðum | Úrslit helgarinnar Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Sport 10. september 2012 11:45
Hálsbrotnaði eftir samstuð við samherja Devon Walker, leikamður Tulane-háskólans í Bandaríkjunum, hálsbrotnaði í leik með liði sínu um helgina í bandaríska háskólaruðningnum. Sport 9. september 2012 22:15
Bannað að vera í Peyton Manning-treyju í Colorado Nemandi í þriðja bekk í Colorado-fylki í Bandaríkjunum var rekinn úr tíma og sendur heim til þess að skipta um föt eftir að hann mætti Denver Broncos-treyju merktri Peyton Manning. Sport 7. september 2012 23:45
Big Ben mun taka fæðingu barnsins síns fram yfir leik með Steelers Leikstjórnandi Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, Ben Roethlisberger, er að verða faðir í fyrsta skipti og hann tekur það hlutverk alvarlega. Svo alvarlega að hann mun taka fæðinguna fram yfir leik með Steelers. Sport 7. september 2012 23:15
Cowboys verðmætasta NFL-félagið Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, getur glaðst yfir ýmsu þessa dagana. Lið hans vann opnunarleik NFL-deildarinnar í gær gegn meisturum NY Giants og félag hans er verðmætasta íþróttalið Bandaríkjanna samkvæmt Forbes-tímaritinu. Sport 6. september 2012 22:00
Meistararnir hófu tímabilið á tapi Nýtt tímabil hófst í NFL-deildinni í gær og byrjuðu meistararnir í New York Giants á því að tapa fyrir Dallas Cowboys í opnunarleik tímabilsins. Sport 6. september 2012 11:30
Vildi slæma stráka í liðið | Settur í þriggja leikja útvarpsbann Það eru strangar reglur í kringum ruðningslið Notre Dame-háskólans enda skóli byggður á kaþólskum grunni þar sem kærleikurinn er hafður í hávegum. Sport 5. september 2012 22:00
Féll niður rúllustiga og lést Það er að verða allt of algengt að fólk láti lífið á íþróttaleikjum í Bandaríkjunum. Enn eitt dauðsfallið varð í gær. Sport 31. ágúst 2012 23:30
Luck sýndi brot af því sem koma skal Undrabarnið Andrew Luck, sem fær það erfiða verkefni að leysa Peyton Manning af hólmi hjá Indianapolis Colts, sýndi aftur í nótt að hann hefur alla burði til þess að standa sig í NFL-deildinni í leik gegn sterku liði Pittsburgh Steelers. Sport 20. ágúst 2012 15:45
Verðlaunahafi frá ÓL í London á leið í NFL Bandaríski spretthlauparinn Jeff Demps, sem var í 4x100 metra boðhlaupssveit Bandaríkjanna á ÓL og vann silfur þar, er búinn að semja við NFL-félagið New England Patriots. Sport 19. ágúst 2012 09:00
Skallaði eiginkonuna og var rekinn frá Dolphins Útherjinn skrautlegi Chad Johnson, sem áður kallaði sig Ochocinco, er ekkert í allt of góðum málum í kjölfar þess að hann var handtekinn og síðan rekinn frá Miami Dolphins. Sport 13. ágúst 2012 22:45
Luck byrjaði NFL-ferilinn með snertimarkssendingu Andrew Luck, arftaki Peyton Manning hjá Indianapolis Colts, hóf feril sinn hjá Colts með látum. Luck, sem valinn var fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar, kastaði fyrir snertimarki í sinni fyrstu sendingu. Sport 13. ágúst 2012 17:30
Brees gerir 100 milljón dollara samning við Saints Hinn magnaði leikstjórnandi NFL-liðsins New Orleans Saints, Drew Brees, er búinn að skrifa undir risasamning við félagið sem metinn er á 100 milljónir dollara. Sport 14. júlí 2012 19:00
NFL-leikmaður setti allt í uppnám á hóteli Dion Lewis, hlaupari Philadelphia Eagles í NFL-deildinni, var handtekinn um helgina eftir að hafa sett brunakerfið á hóteli í gang. Sport 10. júlí 2012 14:00
Peterson handtekinn fyrir að slást við lögreglumenn Einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, hjá Minnesota Vikings, hefur verið handtekinn fyrir að vera með mótþróa við handtöku eins sérkennilega og það hljómar. Sport 9. júlí 2012 17:45
Fyrrum leikmaður Raiders kærður fyrir fjögur morð Anthony Wayne Smith, fyrrum leikmaður Oakland Raiders í NFL-deildinni, er í afar vondum málum efir að hafa verið ákærður fyrir fjögur morð. Sport 9. júlí 2012 13:15
Semur við Chargers og leggur svo skóna á hilluna Einn besti hlaupari í sögu NFL-deildarinnar, LaDainian Tomlinson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir ellefu ára gifturíkan feril. Sport 18. júní 2012 21:15
Refsað fyrir að vera með of grimmar æfingar Það er ýmislegt í NFL-deildinni sem er afar sérstakt. Þar á meðal eru reglur um hversu mikið og fast megi æfa á undirbúningstímabilinu. Sport 6. júní 2012 17:15
Einn efnilegasti leikmaður NFL gripinn rallölvaður á bíl Útherjinn Justin Blackmon hjá Jacksonville, sem var valinn fimmti í nýliðavali NFL-deildarinnar, byrjar NFL-ferilinn ekki vel því hann var handtekinn fyrir ölvun við akstur. Sport 4. júní 2012 23:00
Hundur Tebow heitir núna Bronx Frægðarstjarna Tim Tebow í Bandaríkjunum skín enn mjög skært og hann er afar vinsælt umfjöllunarefni allra miðla. Nú ætlar afþreyingarstöðin E! að gera sérstakan þátt um leikstjórnandann sem spilar með NY Jets. Sport 11. maí 2012 23:45
Hafnaboltamaðurinn í NFL-deildinni Saga leikstjórnandans Brandons Weedens er lyginni líkust. Fyrir tíu árum síðan var hann valinn í nýliðavali amerísku hafnaboltadeildarinnar af New York Yankees. Í gær var hann síðan valinn í fyrstu umferð nýliðavals NFL-deildarinnar. Hinn 28 ára Weeden er Sport 28. apríl 2012 08:00
Stjörnuleikur NFL-deildarinnar hugsanlega lagður af Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að yfirmenn NFL-deildarinnar séu að íhuga það alvarlega að leggja stjörnuleik deildarinnar, Pro Bowl, af á næsta ári. Sport 27. apríl 2012 22:45
Luck valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar Fyrsta umferð nýliðavals NFL-deildarinnar fór fram í nótt og kom það fáum á óvart að leikstjórnandinn Andrew Luck frá Stanford-háskólanum hefði verið valinn fyrstur af Indianapolis Colts. Sport 27. apríl 2012 15:00
Stuðningsmenn Yankees bauluðu á Tebow og Wade Þó svo Tim Tebow sé heimsfræg stjarna og kominn til New York á hann enn nokkuð í land með afla sér vinsælda í stórborginni. Það fékk hann að reyna í nótt. Sport 16. apríl 2012 23:45