Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Sniðgöngum hatur, ekki íþróttaleika

Nýleg lög í Rússlandi, sem brjóta á réttindum samkynhneigðra, hafa orðið tilefni gagnrýni og mótmæla um allan heim. Þau banna meðal annars að hafa "áróður“ fyrir samböndum samkynhneigðra fyrir börnum. Slíkur "áróður“ getur falizt í því að samkynhneigðir leiðist eða kyssist á almannafæri, að fólk beri tákn mannréttindabaráttu samkynhneigðra, að ekki sé talað um að einhver haldi því fram opinberlega að samkynhneigð sé náttúruleg og eðlileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Órætt og órætt

Æ snúnara verður að henda reiður á stefnu ríkisstjórnarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, sem virðist býsna óræð. Það fer að verða mikilvægt, bæði fyrir almenning og ekki síður fyrir andann í stjórnarsamstarfinu, að forystumenn stjórnarinnar útskýri Evrópustefnuna á mannamáli (eða því sem næst) og einni röddu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvernig verður hjólunum snúið?

Greint var frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hagvöxtur á Íslandi í ár stefndi í að verða í samræmi við svartsýnustu spár sem settar hafa verið fram, aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent. Íslenzkt efnahagslíf framleiðir ekki nóg og útflutningur hefur dregizt saman.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vigdís á að víkja

Vitað var að Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætti hvorki Íslandsmet í snjöllum pólitískum tímasetningum né dómgreind. Ummæli hennar um Ríkisútvarpið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í gærmorgun eru hins vegar meira en bara broslegur klaufaskapur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eru netþjófar betri þjófar?

Forsvarsmenn deildu.net, skráadeilisíðu sem hefur misserum saman dreift höfundarréttarvörðu efni ólöglega á internetinu, ákváðu fyrir skemmstu að leyfa notendum síðunnar að deila sín á milli íslenzku efni, en ekki einvörðungu erlendu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ipaleg umræða

Ekki þurfti að koma nokkrum manni á óvart að Evrópusambandið skrúfaði fyrir IPA-styrkina svokölluðu, sem eiga að búa umsóknarríki undir aðild að sambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fokk – og þó

Margir sem vilja þjóðkirkjunni vel hafa sjálfsagt brugðizt eins við og Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju, þegar hún sá að kirkjan legði nafn sitt við svokallaða Hátíð vonar, sem verður haldin í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. "Fokk“ skrifaði presturinn á Facebook-síðuna sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stóru tölurnar

Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa barmað sér yfir því að erfitt verði að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári. Í nýrri skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi tekur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) undir það og bendir á ýmis hættumerki í ríkisrekstrinum á þessu ári.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýfrjálst ríki í 95 ár

Sagnfræðingurinn og alþingismaðurinn Elín Hirst skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir meðal annars: „En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Sprengjusérfræðingur óskast

Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé "sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum.

Skoðun
Fréttamynd

Meðsekt ráðherra

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári er að sumu leyti endurtekið efni. Bent er á sömu veikleikana í ríkisrekstrinum og sömu stofnanirnar fara fram úr fjárlögum ár eftir ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dólgakapítalismi?

Mikið er búið að skamma Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir ummæli hans á Bylgjunni á laugardag, þar sem hann sagði koma til greina að fleiri en ríkið tækju að sér rekstur heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið ætti að vera stefnumótandi en aðrir kynnu að vera færari um að annast reksturinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úrelt lög um ríkisstarfsmenn

Niðurskurðarhópur ríkisstjórnarinnar, sem var skipaður í síðustu viku, á að "fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins s.s. fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þora þau?

Við sögðum frá því í fréttum okkar á Stöð 2 í fyrrakvöld að hinn svokallaði niðurskurðarhópur ríkisstjórnarinnar hefði umboð til að

Fastir pennar
Fréttamynd

Spurning um trúverðugleika

Fréttablaðið fjallaði í gær um þá staðreynd að engar sérstakar hæfiskröfur eru gerðar til þeirra sem Alþingi kýs í bankaráð Seðlabanka Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gróðinn og griðastaðirnir

Að undanförnu hefur fólk í vaxandi mæli áttað sig á þeim hættum og vandamálum, sem fylgja tækifærunum í örri uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Moska í fjölmenningarborg

Eftir þrettán ára vandræðagang, þar sem annars sæmilega skipulögðu og skilvirku kerfi Reykjavíkurborgar hefur ítrekað mistekizt að verða við einföldum óskum Félags múslíma um lóð fyrir mosku, hillir loksins undir að úr málinu leysist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfsvirðing borgar í órækt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar lögðu til á fundi fyrr í vikunni að ráðizt yrði í átak í umhirðu borgarlandsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framsókn, loforðin og ábyrgðin

Talsverðri gagnrýni sætti að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð skyldi ekki koma út fyrir kosningar. Það var eðlileg gagnrýni; gera mátti ráð fyrir að nefndin fjallaði meðal annars um pólitíska ábyrgð á þeim mistökum sem leiddu til afleitrar stöðu sjóðsins. Það eru upplýsingar sem kjósendur hefðu átt að hafa í höndum þegar þeir tóku afstöðu til flokka í kosningunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnlaus ríkisbanki

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð (ÍLS) er í stíl við skýrslu fyrri rannsóknarnefndar um bankana; samfelldur áfellisdómur bæði yfir stjórnendum fjármálastofnunarinnar sem um ræðir, stjórnmálunum, stjórnsýslunni og eftirlitsstofnunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sama fólkið, annar vasi

Fréttablaðið sagði frá því á föstudaginn að ríkisstjórnin hygðist ekki efna loforð fyrrverandi stjórnar við lánsveðshópinn svokallaða, sem á yfirveðsettar eignir og hefur tekið lán hjá lífeyrissjóðum með veði í eign annars fólks.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur og áhrifamennirnir

Viðræður Ólafs Ragnars við "fjölmarga evrópska áhrifamenn“ sannfærðu hann um að í raun væri ekki ríkur áhugi á því hjá ESB að ljúka viðræðunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að framleiða óvissu

Forystumenn nýrrar ríkisstjórnar hafa verið duglegir að láta hafa eftir sér að landið verði að framleiða meira til að rétta úr kútnum. Það er frábært markmið en kannski gerðu ekki allir ráð fyrir að eitt af því sem ætti að framleiða væri meiri óvissa

Fastir pennar
Fréttamynd

Upplýst ákvörðun eða ekki?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur gefið til kynna að þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópumál, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, kunni að snúast um eitthvað annað en hvort halda eigi áfram aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Fastir pennar