Selfoss jafnaði metin Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu. Handbolti 21.4.2025 21:31
Fram einum sigri frá úrslitum Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 21.4.2025 21:18
Dramatík á Hlíðarenda Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik. Handbolti 17.4.2025 21:37
Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag. Handbolti 5. apríl 2025 20:36
„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. Handbolti 5. apríl 2025 18:45
Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Afturelding lagði ÍBV í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta, en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í dag. Viðureignin var í járnum frá fyrstu mínútu, en að lokum höfðu heimamenn betur, 32-30. Handbolti 5. apríl 2025 17:33
FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað. Handbolti 4. apríl 2025 21:14
„Eins og draumur að rætast“ Jóhannes Berg Andrason ætlar sér að kveðja FH með titli en hann heldur út til Danmerkur eftir tímabilið og gerist atvinnumaður í handbolta. Handbolti 2. apríl 2025 08:33
KA kaus að losa sig við þjálfarann Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár. Handbolti 1. apríl 2025 08:01
Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið. Handbolti 29. mars 2025 17:46
Sorrí Valdi og allir hinir Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla tímabilið 2024-25. Í frétt á Vísi í gær var því haldið fram með nokkurri vissu að hann ætti nú metið yfir flest mörk að meðaltali í leik í sögu efstu deildar karla. Það er rangt. Handbolti 28. mars 2025 11:59
Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Handbolti 27. mars 2025 15:16
„Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð. Handbolti 26. mars 2025 22:00
Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Lokaumferð Olís deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. FH er deildarmeistari annað árið í röð á meðan Grótta fer í umspil eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli. Handbolti 26. mars 2025 21:18
Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð FH tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍR, þrátt fyrir sveiflukenndan leik. Lokatölur í Kaplakrika voru 33-29. Handbolti 26. mars 2025 18:47
„Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ „Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 19. mars 2025 22:11
Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu. Handbolti 19. mars 2025 21:30
Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku. Handbolti 19. mars 2025 21:00
„Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi. Handbolti 19. mars 2025 08:00
Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili. Handbolti 14. mars 2025 11:03
„Engin draumastaða“ Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Handbolti 14. mars 2025 09:32
Gunnar tekur aftur við Haukum Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði Hauka í handbolta eftir tímabilið. Gunnar Magnússon tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni. Handbolti 13. mars 2025 10:12
„Við erum of mistækir“ Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka. Handbolti 9. mars 2025 21:01
Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar. Handbolti 9. mars 2025 18:09