Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Dómstóll HSÍ vísaði kröfum Stjörnunnar um að HK yrði dæmt tap í leik liðanna í Olís-deild karla eða að leikurinn yrði leikinn aftur frá byrjun. Úrslitin í leiknum standa. Handbolti 17.12.2024 14:10
Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Afturelding missti af tækifærinu að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við KA á Akureyri í kvöld. KA var grátlega nálægt því að næla í bæði stigin í leiknum. Handbolti 14.12.2024 20:41
Mikil spenna í Eyjum ÍBV og Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli, 26-26, í miklum spennuleik í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 14.12.2024 15:08
Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni. Handbolti 5. desember 2024 21:36
Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks. Handbolti 5. desember 2024 21:05
Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. Handbolti 5. desember 2024 11:02
Öruggur sigur ÍBV gegn Val ÍBV vann öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Val í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-27. Handbolti 30. nóvember 2024 17:50
Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Í dag hefði Eyjamaðurinn Kolbeinn Aron Ingibjargarson orðið 35 ára gamall. Eyjamenn minnast hans sérstaklega á heimaleik sínum við Valsmenn í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2024 11:47
„Við vorum bara klaufar“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld. Handbolti 29. nóvember 2024 22:00
Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig HK-ingar lentu 27-19 undir gegn Stjörnunni en náðu einhvern veginn að skora átta síðustu mörkin og tryggja sér jafntefli, 27-27, í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 29. nóvember 2024 21:44
Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik. Handbolti 29. nóvember 2024 21:30
Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Eftir að hafa tapað fjórum leikjum í röð vann ÍR góðan sigur á Fjölni, 41-33, í nýliðaslag í Olís deild karla í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 17-17, en í seinni hálfleik reyndust ÍR-ingar sterkari. Handbolti 28. nóvember 2024 21:09
Fimmta tap Gróttu í röð KA hafði sætaskipti við Gróttu eftir öruggan sigur, 29-23, í leik liðanna í Olís deild karla í kvöld. KA-menn eru í 8. sæti deildarinnar en Seltirningar í því níunda. Bæði lið eru með níu stig. Handbolti 28. nóvember 2024 20:42
Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Haukar unnu góðan og nokkuð óvæntan sigur í Mosfellsbæ þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 26. nóvember 2024 20:43
Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Seinni umferð Olís deildar karla í handbolta fer af stað í kvöld en öll liðin hafa mæst á þessari leiktíð. Það þótti góður tímapunktur til að reikna út sigurlíkur liðanna í framhaldinu. Handbolti 26. nóvember 2024 16:31
Tímabært að breyta til „Þetta var ekkert auðvelt,“ segir Ágúst Jóhannsson sem mun hætta sem þjálfari kvennaliðs Vals í handbolta í sumar til að taka við karlaliði félagsins. Handbolti 25. nóvember 2024 09:00
Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Alls fóru fimm leikir fram í Olís-deild karla í handbolta. FH pakkaði ÍR saman á útivelli, lokatölur 24-41. Þá vann KA heimasigur á Fjölni, HK lagði ÍBV í Kópavogi og Afturelding vann Gróttu á heimavelli. Valur gerði svo góða ferð í Hafnafjörð og vann góðan sigur á Haukum. Handbolti 22. nóvember 2024 21:28
Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Valur bar sigurorð af Haukum, 29-33, þegar liðin leiddu saman hesta sína í 11. umferð Olísdeildar karla í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Valur er einu stigi frá toppliðum deildarinnar, FH og Aftureldingu, á meðan Haukar misstu aðeins af lestinni í toppbaráttunni með þessu tapi. Handbolti 22. nóvember 2024 21:06
Framarar náðu toppliðunum að stigum Framarar eru í hópi þriggja efstu liðanna í Olís deild karla í handbolta eftir sannfærandi heimasigur á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 21. nóvember 2024 21:31
Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands eftir að hann sló leikmann Hauka í andlitið. Handbolti 21. nóvember 2024 11:37
Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Hann er sonur þjálfarans, fæddur árið 2007 en er markahæsti leikmaðurinn í efstu deild í handbolta hér á landi. Baldur Fritz Bjarnason ætlar sér alla leið. Handbolti 21. nóvember 2024 09:32
Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Handbolti 18. nóvember 2024 14:49
Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með HK-inga í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 15. nóvember 2024 20:56
Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Afturelding náði FH á stigum á toppi Olís deildar karla í handbolta en þurfti að hafa mikið fyrir sigri sínum á móti Fjölni. Stjarnan vann öruggan sigur á ÍR á sama tíma. Handbolti 14. nóvember 2024 21:03