Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Í beinni: FH - Aftur­elding | Toppslagur í Kapla­krika

    Velkomin til leiks! Hér fer fram bein textalýsing frá leik FH og Aftureldingar í 20. umferð Olís deildar karla í handbolta. Fyrir leik situr FH í toppsæti deildarinnar með 29 stig, tveimur stigum meira en Afturelding í 3.sæti. Flautað verður til leiks í Kaplakrika klukkan hálf sjö.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Róbert hættir með Gróttu eftir tíma­bilið

    Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gríðar­leg spenna á toppnum

    Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga

    Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22.

    Handbolti