Handbolti

Björg­vin Páll lokaði markinu og Vals­menn komnir í 1-0

Smári Jökull Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson var frábær í marki Vals í kvöld.
Björgvin Páll Gústavsson var frábær í marki Vals í kvöld. vísir/Anton

Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag. 

Valsmenn eru komnir í 1-0 forystu í einvíginu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í öðrum leik liðanna á þriðjudag.

Fyrri hálfleikur var jafn lengst af en Valsmenn náðu þó mest fjögurra marka forystu á kafla sem Stjarnan náði að minnka niður í tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var á enda. Staðan í hálfleik 14-12 fyrir Val.

Heimamenn hófu síðan seinni hálfleikinn á því að skora fyrstu fjögur mörkin og komast sex mörkum yfir. Þeir náðu mest tíu marka forystu og þar skipti frábær leikur Björgvins Páls Gústavssonar sköpum en hann varði frábærlega í kvöld.

Lokamínúturnar voru lítt spennandi. Ljóst var að Valur myndi fara með sigur af hólmi og urðu lokatölur leiksins 30-21.

Björgvin Páll var eins og áður segir frábær í liði Vals og varði 48,5% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ísak Gústafsson var markahæstur í liði Vals með 6 mörk, Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Bjarni Selvindi og Þorgils Jón Svölu- Baldursson skoruðu allir fjögur mörk.

Jóel Bernburg skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuna og Tandri Már Konráðsson og Pétur Árni Hauksson þrjú hvor. Sigurður Dan Óskarsson og Daði Bergmann Gunnarsson vörðu samtals þrettán skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×