Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 20-19

    FH vann mikilvægan sigur á Aftureldingu 20-19 í Kaplakrika í kvöld en liðin náðu sér hvorugt almennilega á strik í leiknum. Afturelding fékk dauðafæri á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en Daníel Freyr Andrésson varði hraðaupphlaup frá Benedikt Reyni Kristinssyni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór látinn fara - Konráð tekur við Aftureldingu

    Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Aftureldingar í n1 deild karla í handbolta en Mosfellingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar. Konráð Olavsson hefur verið ráðinn þjálfari Aftureldingar út leiktíðina en Hjörtur Arnarson mun halda àfram sem aðstoðarþjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aftureldingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 13-16

    Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 25-23

    ÍR-ingar unnu tveggja marka sigur á Val í Austurbergi í kvöld, 25-23, í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta og stigu með því mikilvægt skref í átta að sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn eru áfram í botnsæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 29-24

    Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá viðureign FH og ÍR í N1-deild karla í handbolta. FH vann leikinn 29-24 eftir að staðan var jöfn 12-12 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 24-20 | Taphrina Hauka á enda

    Haukar enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sannfærandi fjögurra marka sigri á Akureyri, 24-20, í leik liðanna í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld í 16. umferð N1 deildar karla í handbolta. Sigur Hauka var öruggur þótt að liðið hafi aðeins misst niður gott forskot sitt í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Patrekur framlengir við Austurríkismenn

    Austurríska handknattleikssambandið greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að það sé búið að framlengja samning sinn við Patrek Jóhannesson til ársins 2015. Patrekur þjálfar karlalandslið Austurríkis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sváfum á verðinum

    Eftir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 30-28

    Mosfellingar drógu Íslandsmeistarana fyrir alvöru niður í fallbaráttuna í N1 deild karla í handbolta með því að vinna tveggja marka sigur á HK, 30-28, í sveiflukenndum leik á Varmá í N1 deild karla í kvöld. Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu sextán mínúturnar 13-7.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin klár í Símabikarnum

    Nú í hádeginu var dregið í undanúrslitum Símabikars karla og kvenna í handbolta en undanúrslitin verða nú spiluð í Laugardalshöllinni og um sömu helgi og bikarúrslitaleikirnir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 24-20

    ÍR vann í kvöld Hauka, 24-20, í 8-liða úrslitum Símabikarsins í handknattleik en leikurinn fór fram í Austurberginu í Breiðholtinu. ÍR-ingar léku frábærlega í kvöld og náðu mest 10 marka forystu um miðjan síðari hálfleik. Liðið er því komið áfram í Bikarhelgina þann 8. , 9. og 10. mars þegar báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 18 bolta fyrir heimamenn í leiknum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ásbjörn og Einar Andri bestir - FH fékk fimm verðlaun

    FH-ingarnir Ásbjörn Friðriksson og Einar Andri Einarsson voru valdir bestir í umferðum átta til fjórtán í N1 deild karla í handbolta en verðlaunin voru afhent í dag. Ásbjörn var valinn besti leikmaðurinn en Einar Andri besti þjálfarinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Beckham þarf að bíða

    David Beckham verður ekki í leikmannahópi Paris Saint-Germain sem mætir Valencia í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kl. 19.45 í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meira í lífinu en handbolti

    Einn dáðasti handknattleiksmaður þjóðarinnar, Sigfús Sigurðsson, hefur lagt skóna á hilluna. Endanlega að þessu sinni. Þessi 37 ára gamli jaxl hefur glatt þjóðina um árabil og náð frábærum árangri hér heima og erlendis. Hann segist skilja sáttur við handb

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rússajeppinn kominn á leiðarenda

    Handboltakempan og silfurverðlaunahafinn frá Ólympíuleikunum í Peking, Sigfús Sigurðsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

    Handbolti