Varnarmaðurinn Ægir Hrafn Jónsson er genginn til liðs við Val en hann gerði tveggja ára samning við félagið.
Ægir varð Íslandsmeistari með Fram nú í vor en hann þekkir vel til í Val þar sem hann spilaði síðast árið 2009.
Valsmenn mæta sterkir til leiks á næsta tímabili en á dögunum komu þeir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson frá Akureyri. Þá er Elvar Friðriksson á heimleið frá Svíþjóð.
Ólafur Stefánsson mun þjálfa Val en honum til aðstoðar verður Ragnar Óskarsson.
Ægir Hrafn samdi við Val
