Handbolti

Anton og Jónas dæma saman á næsta tímabili

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hlynur ætlar að leggja flautuna á hilluna að úrslitakeppninni lokinni.
Hlynur ætlar að leggja flautuna á hilluna að úrslitakeppninni lokinni.
Ingvar Guðjónsson dómari í N1 deildum karla og kvenna í handbolta sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann tilkynnit meðal annars að hann og Jónas Elíasson myndu hætta að dæma saman að loknum yfirstandandi tímabili.

Vefsíðan Sport.is birti frétt þess efnis í dag að Jónas muni söðla um og dæma með Antoni Gylfa Pálssyni frá og með næsta tímabili en Hlynur Leifsson sem dæmt hefur með Antoni við góðan orðstýr hérlendis sem erlendis hyggst leggja flautuna á hilluna.

Anton og Hlynur hafa verið fremsta dóamarapar Íslands um árabil og fengu meðal annars mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á Heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Ingvar og Jónas hafa einnig hlotið lof fyrir sína dómgæslu á erlendri grund og ljóst að Anton og Jónas munu mynda sterkt dómarapar.

Ingvar Guðjónsson er landlaus um þessar mundir en hann er ekki hættur að dæma og mun hann og dómaranefnd HSÍ vinna í því að finna honum meðdómara í tíma fyrir næsta tímabil.


Tengdar fréttir

Ingvar og Jónas hættir að dæma saman

Ingvar Guðjónsson, sem sæmdur var gullmerki Fram sama dag og hann dæmdi viðureign Hauka og Fram í úrslitum N1-deildar karla, hefur sent frá sér yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×