Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 25-18

    Valsmenn nýttu greinilega EM-fríið nokkuð vel þó svo þjálfarinn, Óskar Bjarni Óskarsson, væri fjarverandi með landsliðinu í Serbíu. Þeir þurftu að rífa sig upp gegn Haukum til þess að komast aftur í baráttuna í efri hlutanum í N1-deild karla og það er nákvæmlega það sem þeir gerðu. Unnu sannfærandi sigur gegn andlausu Haukaliði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    45 daga bið endar í kvöld

    N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH skellti HK í framlengdum leik

    Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í úrslitum deildarbikarsins í handbolta. FH vann HK í kvöld, 28-26, og mætir Haukum í úrslitum annað kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar völtuðu yfir Framara

    Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 23-30

    Akureyri vann öruggan sigur á Val í Vodafone-höllinni í síðasta leik liðanna fyrir landsleikjafríið langa. Akureyri var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigurinn aldrei í hættu. Bjarni Fritzson var atkvæðamestur í liði Akureyrar með tíu mörk en Sturla Ásgeirsson gerði níu fyrir Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27

    FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27

    Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23

    FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn

    Mikil reiði kurrar í leikmönnum og aðstandenum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Bikarlið Valsmanna fékk stóran skell - myndir

    Bikarmeistarar Valsmanna, sem voru búnir að komast í bikarúrslitaleikinn fjögur ár í röð og höfðu þar af lyft bikarnum í þrígang, fengu slæma útreið á móti Haukum í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins á Hlíðarenda í gær.

    Handbolti