Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - FH 25-18 | Akureyringar jöfnuðu metin Birgir H. Stefánsson í Höllinni skrifar 20. apríl 2012 10:36 Akureyri vann sannfærandi sigur á FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1-deildar karla. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1. FH-ingar byrjuðu reyndar mjög vel og komust í 5-1 forystu. En heimamenn skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og rúlluðu svo yfir Hafnfirðinga í þeim síðari. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi leiks þar sem mikið var um mistök. Það verður að teljast skiljanlegt þar sem mikið var í húfi fyrir bæði lið. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og stóð vörnin þeirra eins og klettur í upphafi leiks og Akureyringar voru í bullandi veseni að finna einhverja leið í gegnum hana. Sóknarleikur FH var einnig öflugur og þar var það Ólafur Gústafsson sem var mest áberandi hjá FH. Eftir um tólf mínútna leik tók Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar leikhlé enda hafði liðið hans þá aðeins skorað eitt mark á móti fimm mörkum FH. Leikhléið og sú ræða sem leikmenn Akureyringa fengu virðist hafa virkað þar sem leikur þeirra hrökk í gang og þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Stuttu fyrir hálfleik jafnaði svo Bjarni Fritzsson leikinn úr hraðaupphlaupi og við það fengu Akureyringar heldur betur auka kraft á meðan FH-ingar virtust algjörlega missa taktinn. Þegar flautað var til hálfleiks voru Akureyringar komnir tveimur mörkum yfir en á lokaspretti hálfleiksins var aðeins eitt lið á vellinum. Taka verður til greina þá staðreynd að FH-ingar fengu þrjár brottvísanir á þessum kafla og hafði það töluverð áhrif. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Akureyringar voru mikið grimmari í öllum aðgerðum á meðan Hafnfirðingar voru alls ekki að finna taktinn. Eftir að staðan hafði verið 11-9 í hálfleik voru Akureyringar búnir að koma sér sex mörkum yfir eftir um tíu mínútna leik, 17-11. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi og lönduðu á endanum öruggum sjö marka sigri. Það var fyrst og fremst vörn Akureyringa og markvarsla sem landaði sigrinum enda voru FH-ingar í stórkostlegum vandræðum að finna leið í gegnum vörn Akureyrar á löngum köflum í leiknum. Sanngjarn sigur í skemmtilegum handboltaleik fyrir framan fullt hús af fólki.Atli Hilmarsson: Gekk betur eftir að við róuðum okkur „Við vorum grimmir í upphafi en greinilega eitthvað pirraðir," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. „Við gerðum fullt af mistökum, bæði í vörn og sókn, sem mér finnst vera sjaldséð hjá okkur. Um leið og við fórum svo að róa okkur niður og halda okkar skipulagi fór þetta að ganga betur." „Við vorum að fá þessi hraðaupphlaupsmörk sem okkur vantaði í Krikanum í fyrsta leiknum. Við vorum svo grátlega nálægt þessu þar - hefðum við fengið okkar hraðaupphlaup þá hefðum við unnið þann leik." „Í dag var allt annað upp á teningnum. Við spiluðum frábæra vörn ef við tökum þessar upphafsmínútur frá og það var með ólíkindum að okkur tókst bæði að jafna metin og komast yfir áður en fyrri hálfleik lauk."Einar Andri: Hættum að spila sem lið Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, átti erfitt með að koma auga á hvað hafi klikkað eftir góða byrjun sinna manna í leiknum. „Við vorum mjög einbeittir og spiluðum rosalega vel í tólf mínútur," sagði hann. „Vörnin var að virka og markvarslan frábær. Akureyringar voru líka að spila illa á þeim tíma þannig að það var alveg vitað þetta myndi jafnast út." „En það er ekki gott að segja hvað gerðist svo. Við hættum að spila sem lið og gerðum of mikið af mistökum. Sveinbjörn varði mjög vel og í mörgum dauðafærum. Sóknarleikur okkar var alls ekki nógu góður en markvarsla Sveinbjarnar hjálpaði ekki til. Við bara bökkuðum undan þeim og þurftum að skjóta lengra frá og þess vegna var þetta erfitt. „Við munum klárlega koma beittari til leiks á okkar heimavelli í Krikanum. Við þurfum að fara yfir nokkra hluti - ekkert sem er óyfirstíganlegt. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og þá munum við spila vel á sunnudaginn."Sveinbjörn: Mómentið með okkur „Þetta er mikill léttir, ég hélt að leikurinn ætlaði aldrei að verða búinn. Við vorum komnir með góða forystu og það stefndi í að við værum að fara að sigla þessu heim. Ég er virkilega ánægður með fókusinn hjá mönnum. Það var alveg sama hver kom inn hjá okkur í dag, það voru allir fókuseraðir algjörlega á verkefnið," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar. „Mómentið bara datt hjá mér. Ég var ekki góður fyrir sunnan og ekki góður fyrstu 15-20 mínúturnar í þessum leik. Liðið átti því talsvert inni hjá mér. Stundum bara smellur þetta og ég náði að koma með sama krafti inn í seinni hálfleikinn en það má ekki taka neitt af vörninni. Þvílík vinna hjá þeim og þeir voru að neyða þá í erfið skot sem ég hirti bara upp. Það vantaði lítið upp á að þetta gengi upp í síðasta leik en það gekk upp í dag og við mætum bara bjartsýnir inn í næsta leik á sunnudaginn. Núna er mómentið með okkur." Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Akureyri vann sannfærandi sigur á FH í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1-deildar karla. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1. FH-ingar byrjuðu reyndar mjög vel og komust í 5-1 forystu. En heimamenn skoruðu fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks og rúlluðu svo yfir Hafnfirðinga í þeim síðari. Spennustigið var greinilega hátt í upphafi leiks þar sem mikið var um mistök. Það verður að teljast skiljanlegt þar sem mikið var í húfi fyrir bæði lið. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og stóð vörnin þeirra eins og klettur í upphafi leiks og Akureyringar voru í bullandi veseni að finna einhverja leið í gegnum hana. Sóknarleikur FH var einnig öflugur og þar var það Ólafur Gústafsson sem var mest áberandi hjá FH. Eftir um tólf mínútna leik tók Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar leikhlé enda hafði liðið hans þá aðeins skorað eitt mark á móti fimm mörkum FH. Leikhléið og sú ræða sem leikmenn Akureyringa fengu virðist hafa virkað þar sem leikur þeirra hrökk í gang og þeir unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Stuttu fyrir hálfleik jafnaði svo Bjarni Fritzsson leikinn úr hraðaupphlaupi og við það fengu Akureyringar heldur betur auka kraft á meðan FH-ingar virtust algjörlega missa taktinn. Þegar flautað var til hálfleiks voru Akureyringar komnir tveimur mörkum yfir en á lokaspretti hálfleiksins var aðeins eitt lið á vellinum. Taka verður til greina þá staðreynd að FH-ingar fengu þrjár brottvísanir á þessum kafla og hafði það töluverð áhrif. Seinni hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri hafði endað. Akureyringar voru mikið grimmari í öllum aðgerðum á meðan Hafnfirðingar voru alls ekki að finna taktinn. Eftir að staðan hafði verið 11-9 í hálfleik voru Akureyringar búnir að koma sér sex mörkum yfir eftir um tíu mínútna leik, 17-11. Heimamenn létu forystuna aldrei af hendi og lönduðu á endanum öruggum sjö marka sigri. Það var fyrst og fremst vörn Akureyringa og markvarsla sem landaði sigrinum enda voru FH-ingar í stórkostlegum vandræðum að finna leið í gegnum vörn Akureyrar á löngum köflum í leiknum. Sanngjarn sigur í skemmtilegum handboltaleik fyrir framan fullt hús af fólki.Atli Hilmarsson: Gekk betur eftir að við róuðum okkur „Við vorum grimmir í upphafi en greinilega eitthvað pirraðir," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. „Við gerðum fullt af mistökum, bæði í vörn og sókn, sem mér finnst vera sjaldséð hjá okkur. Um leið og við fórum svo að róa okkur niður og halda okkar skipulagi fór þetta að ganga betur." „Við vorum að fá þessi hraðaupphlaupsmörk sem okkur vantaði í Krikanum í fyrsta leiknum. Við vorum svo grátlega nálægt þessu þar - hefðum við fengið okkar hraðaupphlaup þá hefðum við unnið þann leik." „Í dag var allt annað upp á teningnum. Við spiluðum frábæra vörn ef við tökum þessar upphafsmínútur frá og það var með ólíkindum að okkur tókst bæði að jafna metin og komast yfir áður en fyrri hálfleik lauk."Einar Andri: Hættum að spila sem lið Einar Andri Einarsson, annar þjálfara FH, átti erfitt með að koma auga á hvað hafi klikkað eftir góða byrjun sinna manna í leiknum. „Við vorum mjög einbeittir og spiluðum rosalega vel í tólf mínútur," sagði hann. „Vörnin var að virka og markvarslan frábær. Akureyringar voru líka að spila illa á þeim tíma þannig að það var alveg vitað þetta myndi jafnast út." „En það er ekki gott að segja hvað gerðist svo. Við hættum að spila sem lið og gerðum of mikið af mistökum. Sveinbjörn varði mjög vel og í mörgum dauðafærum. Sóknarleikur okkar var alls ekki nógu góður en markvarsla Sveinbjarnar hjálpaði ekki til. Við bara bökkuðum undan þeim og þurftum að skjóta lengra frá og þess vegna var þetta erfitt. „Við munum klárlega koma beittari til leiks á okkar heimavelli í Krikanum. Við þurfum að fara yfir nokkra hluti - ekkert sem er óyfirstíganlegt. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og þá munum við spila vel á sunnudaginn."Sveinbjörn: Mómentið með okkur „Þetta er mikill léttir, ég hélt að leikurinn ætlaði aldrei að verða búinn. Við vorum komnir með góða forystu og það stefndi í að við værum að fara að sigla þessu heim. Ég er virkilega ánægður með fókusinn hjá mönnum. Það var alveg sama hver kom inn hjá okkur í dag, það voru allir fókuseraðir algjörlega á verkefnið," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar. „Mómentið bara datt hjá mér. Ég var ekki góður fyrir sunnan og ekki góður fyrstu 15-20 mínúturnar í þessum leik. Liðið átti því talsvert inni hjá mér. Stundum bara smellur þetta og ég náði að koma með sama krafti inn í seinni hálfleikinn en það má ekki taka neitt af vörninni. Þvílík vinna hjá þeim og þeir voru að neyða þá í erfið skot sem ég hirti bara upp. Það vantaði lítið upp á að þetta gengi upp í síðasta leik en það gekk upp í dag og við mætum bara bjartsýnir inn í næsta leik á sunnudaginn. Núna er mómentið með okkur."
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira