Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur í góðri stöðu

    Kvennalið Stjörnunnar er í vænlegri stöðu í N1 deild kvenna eftir leiki dagsins. Liðið vann nauman 20-19 sigur á Gróttu á útivelli í dag og getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í lokaleik sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar og Stjarnan unnu

    Haukar og Stjarnan unnu sína leiki í N1-deild kvenna í dag. Valsmenn unnu öruggan sigur á Akuryeir í lokaleik dagsins í N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur skellti toppliðinu

    Kvennalið Vals er ekki á því að detta úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og vann í kvöld öruggan útisigur á toppliði Fram 22-16 í Framhúsinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum

    Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn lögðu Aftureldingu

    Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði HK

    Einum leik af þremur í N1 deild kvenna í handbolta í dag er lokið. Stjarnan lagði HK nokkuð örugglega í Digranesi 33-28 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Magnús tekur við kvennaliði Gróttu

    Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert samning við Magnús Kára Jónsson um að hann þjálfi meistaraflokk kvenna í Gróttu næstu þrjú árin. Magnús hefur mikla reynslu sem þjálfari og þjálfaði hann árið 2006-2007 meistaraflokk kvenna í Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram með fimm stiga forystu

    Framstúlkur náðu í kvöld fimm stiga forystu á toppi N1 deildar kvenna þegar þær unnu öruggan 31-20 sigur á Fylki. Fram hefur 37 stig í efsta sæti deildarinnar, Valur 32 í öðru og leik til góða og Stjarnan hefur 31 stig og á tvo leiki til góða á Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Alfreð hættir með Gróttu

    Alfreð Örn Finnsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Gróttu sem leikur í N1-deild kvenna. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eins marks tap fyrir Kína

    Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag fyrir Kína 20-21 í æfingarmóti sem fram fer í Portúgal. Staðan í hálfleik var 9-15 fyrir Kína.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur úr leik

    Kvennalið Vals í handbolta varð að sætta sig við að falla úr leik í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu í kvöld þrátt fyrir 24-23 sigur á franska liðinu Merignac á heimavelli. Franska liðið vann fyrri leikinn 36-30 ytra og er því komið í undanúrslit.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur í annað sætið

    Valur kom sér í dag í annað sæti N1-deildar kvenna með sjö marka sigri á Gróttu, 35-28. Þá vann topplið Fram öruggan sigur á HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sex marka tap Vals í Frakklandi

    Kvennalið Vals tapaði 36-30 fyrir franska liðinu Merignac í Áskorendakeppni Evrópu í dag. Leikið var í Frakklandi en síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan vann Hauka

    Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í dag þar sem topplið Fram og Stjörnunnar unnu sína leiki örugglega.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Levanger valdi Ítalann

    Ítalinn Marco Trespidi hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennaliðsins Levanger. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, kom sterklega til greina í stöðuna en norska liðið ákvað að veðja frekar á Trespidi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur bikarmeistarar

    Stjarnan varð í dag bikarmeistari í handbolta þegar liðið lagði ungt lið Fylkis í úrslitaleik í Laugardalshöllinni 25-20. Stjarnan hafði yfir í hálfleik 12-9, en Fylkir kom til baka og náði að komast tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiksins. Stjörnustúlkur komu hinsvegar til baka og tryggðu sér öruggan sigur í lokin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnustúlkur yfir í hálfleik

    Nú er kominn hálfleikur í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta og þar hafa Stjörnustúlkur yfir gegn Fylki 12-9. Lið Stjörnunnar hefur verið með undirtökin nánast allan hálfleikinn ef undan er skilið fyrsta mark leiksins Fylkir skoraði.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ágúst eða ítalskur þjálfari

    Stefnt er að því hjá norska kvennaliðinu Levanger að kynna nýjan þálfara um mánaðarmótin. Valið stendur á milli tveggja en annar þeirra er Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari kvennaliðs Vals.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði HK

    Valur lagði HK í Digranesi í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld 32-27 og Grótta lagði Fylki á útivelli 23-17. Valur er í þriðja sæti deildarinnar og Grótta í því fjórða.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan færði Fram fyrsta tapið í vetur

    Stjörnustúlkur unnu í kvöld mikilvægan sigur á Fram 27-20 í toppslagnum í N1 deild kvenna í handbolta og færðu Fram þar með fyrsta tapið í deildinni í vetur. Nú munar því aðeins tveimur stigum á liðunum þar sem Fram hefur 31 stig á toppnum en Stjarnan er komin með 29 stig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Nevalirova aftur valin best

    Línumaðurinn Pavla Nevarilova var í dag valin besti leikmaður N1-deildar kvenna fyrir umferðir 10-18. Hún var einnig valin best í fyrstu níu umferðunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron hafnaði HSÍ

    Aron Kristjánsson mun ekki þjálfa íslenska landsliðið í handbolta en hann er fjórði þjálfarinn sem hafnar starfinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fimm marka sigur Vals

    Kvennalið Vals mætti í dag RK Lasta frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsliðið vann fimm marka sigur, 31-26, en síðari viðureignin verður á Hlíðarenda á morgun.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram og Stjarnan unnu

    Fram og Stjarnan, efstu lið N1 deildar kvenna í handbolta, unnu bæði leiki sína í dag. Fram vann Hauka 35-30 í Safamýri og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörð og vann FH 24-20.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mikilvægur sigur Fram

    Fram sigraði Val 17-19 í toppslag erkifjenda í N1-deild kvenna í Vodafonehöllinna að Hlíðarenda í gærkvöldi.

    Handbolti