Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Innlent 28. maí 2021 16:24
„Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“ „Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. Atvinnulíf 28. maí 2021 07:00
Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. Innlent 27. maí 2021 23:51
Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019. Viðskipti innlent 27. maí 2021 19:30
Þeir fiska sem róa Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Skoðun 27. maí 2021 14:31
Samherji og Kjálkanes áfram með meirihluta í Síldarvinnslunni eftir útboðið Samherji hf. og Kjálkanes ehf. eru áfram stærstu hluthafar Síldarvinnslunnar hf. að loknu hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 12. maí. Samanlagt fara félögin með 51,8% hlut í Síldarvinnslunni en hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækisins voru tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Viðskipti innlent 27. maí 2021 10:57
Grætur kaldar kveðjur frænku sinnar krókódílstárum Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir þá staðreynd að Kristján Þór Júlíusson sé ekki horfinn úr sjávarútvegsráðuneytinu ótvíræð skilaboð um að ríkisstjórnin sé fyrst og síðast um óbreytt ástand. Innlent 26. maí 2021 17:13
Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Innlent 25. maí 2021 18:20
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. Innlent 22. maí 2021 18:13
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. Innlent 22. maí 2021 13:28
„Svakalegt að lesa um illviljann sem hér er afhjúpaður“ Hallgrímur Helgason rithöfundur fer háðulegum orðum um gervigrasrótarstarfsemi Samherja, segir þar illvilja ráða og sjúklegt hugarfar lítilla karla. Innlent 21. maí 2021 12:38
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ Innlent 21. maí 2021 10:49
Þrettán sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra Alls bárust þrettán umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem auglýst var þann 30. apríl 2021. Innlent 20. maí 2021 12:03
Sterkur sjávarútvegur geti aukið verðmætasköpun um hundruð milljarða Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast mikið á undanförnum árum og stendur sterkt og getur aukið verðmætasköpun sína um hátt í þrjú hundruð milljarða á næstu tíu árum. Þetta er niðurstaða viðamikillar skýrslu sérfræðihóps til sjávarútvegsráðherra sem kynnt var í dag. Innlent 12. maí 2021 20:30
Kristján Þór biðst afsökunar á brogaðri upplýsingagjöf ráðuneytisins Kristján Þór Júlíusson ráðherra vonast til að draga megi lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð af hálfu ráðuneytisins; að mismuna í upplýsingagjöf aðgengi að skýrslu sem nú er til umfjöllunar. Innlent 12. maí 2021 14:54
Bein útsending: Staða og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra, hefur boðað til opins streymisfundar þar sem kynnt verður skýrsla um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi, sem tekin var saman að beiðni ráðherra. Fundurinn hefst klukkan 14. Innlent 12. maí 2021 13:59
Æskilegra talið að Mogginn fjalli um efni skýrslu um sjávarútveginn en Kjarninn Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir um ævintýralega ósvífni og mismunun að ræða er varðar upplýsingagjöf hins opinberra til ólíkra miðla. Innlent 12. maí 2021 10:47
Auðlindir og geimverur Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Skoðun 10. maí 2021 16:28
Fimm ráðin til Arnarlax Arnarlax ráðið þau Jón Garðar Jörundsson, Kjersti Haugen, Johnny Indergård, Hjörtur Methúsalemsson og Rúnar Inga Pétursson til starfa innan félagsins. Viðskipti innlent 7. maí 2021 11:20
Bein útsending: Kynning vegna hlutafjárútboðs Síldarvinnslunnar Kynningarfundur um hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hf. verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu í dag klukkan 8:30. Viðskipti innlent 6. maí 2021 08:00
Nýtt þorskastríð í uppsiglingu? Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar. Erlent 6. maí 2021 06:56
Er eðlilegt að útgerðarmenn geti einhliða ráðið verði til sjómanna? Laugardaginn 1. maí síðastliðinn birti VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem kom fram samanburður á loðnuverði til Íslendinga annarsvegar og Norðmanna hinsvegar á ný afstaðinni vertíð. Skoðun 5. maí 2021 10:31
Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. Innlent 3. maí 2021 21:35
Samherji tilkynntur til lögreglu í Færeyjum Færeysk skattayfirvöld hafa innheimt 17 milljónir danskra króna frá dótturfélagi íslenska útgerðarfélagsins Samherja, sem eru andvirði um 340 milljóna íslenskra króna. Viðskipti innlent 3. maí 2021 21:25
Það sem Inga Lind kýs að láta liggja á milli hluta Sitt sýnist hverjum um fiskeldi, eða laxeldi í sjó, nánar tiltekið. Vel má finna rök með og á móti þessari starfsemi rétt eins og nánast allri starfsemi og umsvifum mannskepnurnar. Skoðun 3. maí 2021 16:00
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Viðskipti erlent 3. maí 2021 10:21
Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Skoðun 3. maí 2021 07:30
Hvað er harkaleg hagsmunagæsla? Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur. Skoðun 30. apríl 2021 08:31
Síldarvinnslan verðlögð á allt að 99 milljarða fyrir hlutafjárútboð Síldarvinnslan, eitt eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er verður verðlögð á allt að 99 milljarða króna í komandi hlutafjárútboði félagsins sem fram fer 10. til 12. maí. Viðskipti innlent 28. apríl 2021 07:01