Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur til­efni til van­trausts

Katrín Jakobs­dóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíus­sonar, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins, sem gefi henni til­efni til að van­treysta honum. Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og for­manni Sjálf­stæðis­flokksins finnst ekki eðli­legt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæru­liða­deildar“ Sam­herja.

Innlent
Fréttamynd

„Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“

„Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir „skæru­liða­deildina“ hluta af stærra neti innan Sam­herja: „Þetta er komið á mjög hættu­lega braut“

Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið.

Innlent
Fréttamynd

Þeir fiska sem róa

Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þreyta þjóðar út­skýrð fyrir Heið­rúnu Lind

Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er harka­leg hags­muna­gæsla?

Umliðna daga hefur töluvert verið rætt um hagsmunagæslu og sérhagsmunagæslu, ef á þessu tvennu er í reynd einhver munur. Er um það rætt að í samfélaginu séu hópar fólks sem komist upp með óútskýrð myrkraverk, sem virðast til þess fallin að skara eld að köku hópsins – þá væntanlega á kostnað annarra hópa eða jafnvel samfélagsins í heild. Ef rétt er, má hafa af þessu áhyggjur.

Skoðun