Annarsvegar var um að ræða frumvarp um stjórn fiskveiða sem Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar var fyrsti flutningsmaður að, og hinsvegar frumvarp um velferð dýra sem miðar að því að banna blóðmerahald hér á landi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er fyrsti flutningsmaður þess frumvarps.
Frumvörpin fara nú bæði til umræðu í atvinnuveganefnd.
Þingfundur hefst í dag klukkan eitt með óundirbúnum fyrirspurnatíma. Að honum loknum mun heilbrigðisráðherra flytja munnlega skýrslu um sóttvarnaraðgerðir og horfurnar fram undan.