Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Auka þurfi eftirlit með laxeldi

Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt.

Innlent
Fréttamynd

Makrílkvótinn miðast við 10 ár

Gefinn verður út makrílkvóti á grundvelli aflareynslu á árunum 2008-2018 að báðum árum meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipaflota landsins gilda við úthlutunina.

Innlent
Fréttamynd

Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón

Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni.

Innlent
Fréttamynd

Mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist

Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq segist mjög bjartsýnn á að meiri loðna finnist. Bjartsýni hans sé rökstudd á því að fréttir hafi borist frá skipum fyrir norðan um loðnu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár

Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum

Innlent
Fréttamynd

Meta áhrifin af loðnubresti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

Innlent
Fréttamynd

Rúmar heimildir til að setja lög um makrílinn

Starfshópur, sem sjávarútvegsráðherra skipaði eftir dóm Hæstaréttar um bótaskyldu vegna úthlutunar makrílkvóta, segir lög sem fælu í sér hóflega skerðingu á kvóta ekki fallin til að skapa bótaskyldu gagnvart kvótahöfum.

Innlent
Fréttamynd

Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests

Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að halda loðnuvöktun áfram

Mikilvægt er að halda vöktun loðnu áfram næstu vikur þótt tíminn til loðnuleitar sé að renna út, segir þingmaður Framsóknarflokksins. Loðnubrestur muni hafa gífurleg áhrif á uppsjávarfyrirtæki og því þurfi að stunda markvissar rannsóknir til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál

Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Þór segir reglugerðarbreytinguna ekki óeðlilega

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, breytti reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum tíu dögum eftir að Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. sendi ráðherranum tölvupóst þar sem þess var óskað.

Innlent
Fréttamynd

Bað um og fékk breytingar á reglugerð

Tölvupóstur sem Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., sendi Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, þann 15. maí 2018 sýnir að forstjórinn óskaði eftir því að ráðherrann myndi breyta reglugerð um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

Innlent