Umfjöllunarefni Nýsköpunarþings hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum. Umræðuefni Nýsköpunarþinganna hefur því ávallt verið valið með það í huga að ýta undir skilning manna á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfs hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt á Nýsköpunarþingi.
Aðal fyrirlesari er Leyla Acaroglu sem er þekkt fyrir hugmyndir sínar um hönnun og sjálfbærni.
Beina útsendingu má sjá hér að neðan.
Aðrir fyrirlesarar:
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar flytur ávarp
Guðrún Anna Finnbogadóttir, Vestfjarðarstofa - Sjávarútvegur og nýsköpun
Rakel Garðarsdóttir, Verandi/Vakandi - Spennum beltin - ókyrrð framundan
Jón Ágúst Þorsteinsson, Klappir - Upplýsingatækni í þágu umhverfisins