Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið.

Innlent
Fréttamynd

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar

Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar

Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða kvörtuðu í fyrra til þjóðkirkjunnar undan framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests í Heydölum. Hefur barist gegn sjókvíaeldi en á sjálfur hagsmuna að gæta í laxveiðihlunnindum í Breiðdalsá.

Innlent
Fréttamynd

Hafró vaktar fjarsvæði laxeldis á Vestfjörðum

Markmið vöktunar Hafrannsóknastofnunar er að fylgjast með svæðum sem ekki eru vöktuð af fiskeldisfyrirtækjunum sjálfum. Fylgst verður með svæðum í nágrenni laxeldis í Arnarfirði og svæðum sem áhugi er fyrir í Ísafjarðardjúpi.

Innlent