Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Hvað unga fólkið á Ís­landi ætti að vera að læra í vetur – og hlut­verk gervi­greindar í kennslu­stofunni

Tæknibyltingin sem við lifum á hefur umbreytt bæði atvinnulífinu og menntakerfinu. Með aukinni sjálfvirkni og gervigreind verður þekking á tækni, gagnagreiningu og skapandi lausnamiðaðri hugsun sífellt mikilvægari. En hvað ætti unga fólkið á Íslandi að leggja áherslu á að læra í vetur til að vera tilbúið fyrir framtíðina?

Skoðun
Fréttamynd

Ó­víst hve­nær fundað verður aftur

Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur.

Innlent
Fréttamynd

Er leik­skólinn ekki meira virði?

Í dag erum við leikskólafólk að horfa upp á hnignun leikskólakerfisins í beinni útsendingu. Við getum lítið gert til að sporna við þessari þróun og það er sorglegt.

Skoðun
Fréttamynd

Að hengja bakara fyrir smið

Þeir sem hafa unnið sem kennarar til fjölda ára vita það, þeir sem eru nýkomnir inn í stéttina eru að fræðast og svo eru það þeir sem vilja vera upplýstir og leita svara.

Skoðun
Fréttamynd

Viltu koma að kenna?

Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í.

Skoðun
Fréttamynd

Svarar gagn­rýni á að Lista­háskólinn úti­loki á­kveðna hópa

Yfirkennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík segir Listaháskóla Íslands útiloka fólk með þroskahömlun um leið og hann stærir sig af því að bjóða öll velkomin. Rektor LHÍ segir nemendur með þroskahömlun svo sannarlega geta komist inn í skólann og stór skref hafi verið stigin í átt að aukinni inngildingu með nýrri stefnu.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu fram til­boð sem var ekki svarað

Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Innlent
Fréttamynd

„Ég get horft í augun á ykkur“

Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Hin heimtu­freka kennara­stétt

Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín dustar rykið af visku sinni

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands býður áhugasömum að kynnast sögu íslenskra glæpasagna frá upphafi. Hún heldur námskeið um helstu kenningar um glæpasögur og vinsældir þeirra á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og segist hlakka til að dusta rykið af visku sinni frá því áður en hún varð stjórnmálamaður.

Menning
Fréttamynd

Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið

Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Boða til alls­herjar­fundar samninga­nefnda Kennara­sam­bandsins

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi.

Innlent
Fréttamynd

Alþjóð­legur dagur menntunar – Fram­halds­fræðslan, fimmta stoð menntunar

Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar sex­tíu barna vilji leikskóla­stjórann burt

Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum.

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær er lög­brot lög­brot og hve­nær er lög­brot ekki lög­brot!!

Lögbrot eða ekki lögbrot. Foreldrar leikskólabarna eru mjög leiðir og reiðir yfir því að Kennarasambandið sé að brjóta á réttindum barna þeirra og ætla því í mál við Kennarasambandið vegna verkfalla sem hafa haft áhrif á líf og framavonir leikskólabarnanna. Það er gott og blessað að fara í mál þegar á manni er brotið. Ég vil hins vegar benda þessum foreldrum sem bera hag barna sinna fyrir brjósti að annað lögbrot hefur fengið að viðgangast ansi lengi en það er ráðning starfsfólks í leikskóla í stað kennara.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum al­gjör­lega komin á enda­stöð“

Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir.

Innlent
Fréttamynd

E. coli eitrun meðal barna og aðrir skað­valdar í mat

Ég horfði á Kveik á RÚV, 21. janúar, um mjög alvarlega hópsýkingu barna á leikskóla. Það er ekki annað hægt en að finna til með börnunum sem urðu fyrir sýkingunni og foreldrum þeirra. Rætt var við aðila sem tengjast málinu eins og forstöðumann Félagsstofnunar HÍ og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits og svara leitað hvernig svona nokkuð getur gerst.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort for­eldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar.

Innlent
Fréttamynd

Tóku börnin inn ó­háð mönnun og fara frekar í fáliðun

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa gagnrýnt þenslu leikskólakerfisins á sama tíma og ekki tekst að manna í allar stöður og skipulögð fáliðun fer fram víða. Reykjavíkurborg fór þá leið á yfirstandandi skólaári að taka inn öll börn sem fengu boð í leikskóla síðastliðið vor óháð mönnun. Í þessu nýja kerfi er gert ráð fyrir því að ef það er mönnunarvandi sé farið í fáliðun.

Innlent
Fréttamynd

Sparnaður án að­greiningar

Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt

Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í.

Skoðun
Fréttamynd

„Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“

Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín.

Innlent
Fréttamynd

Efnaslys varð í grunn­skóla í Reykja­nes­bæ

Brunavörnum Suðurnesja barst útkall um hádegisleytið í dag vegna efnaslys sem orðið hafði í grunnskóla í Reykjanesbæ. Brúsi með ertandi efni hafði lekið á kaffistofu kennara og var álma byggingarinnar rýmd á meðan efnakafarar glímdu við eitrið.

Innlent