Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. Innlent 10. janúar 2024 12:57
Svartstakkarnir herða tökin Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur stöðu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, vera óbærilega. Innlent 10. janúar 2024 11:04
Er ráðherra hafinn yfir lög? „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. Skoðun 10. janúar 2024 08:31
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ Innlent 10. janúar 2024 07:37
Hvað með Grindvíkinga? Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Skoðun 10. janúar 2024 07:02
Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. Innlent 9. janúar 2024 23:01
Enn tveimur skrefum frá sameiningu skólanna Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir að enn eigi eftir að klára samtalið um samruna áður en verði af honum. Tilkynnt var í dag Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafi samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Innlent 9. janúar 2024 16:02
Urriðakotshraun friðlýst Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun á morgun friðlýsa Urriðakotshraun sem fólkvang. Urriðakotshraun er hluti af Búrfellshrauni sem rann fyrir um 8100 árum. Innlent 9. janúar 2024 13:57
VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. Innlent 9. janúar 2024 13:46
Næststærsti háskóli landsins í pípunum Háskólaráð Háskólans á Akureyri og Bifrastar hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, að loknum ríkisstjórnarfundi. Innlent 9. janúar 2024 11:42
Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. Innlent 9. janúar 2024 11:41
Áhyggjuefni að umboðsmaður setji dýravelferð til hliðar í álitinu Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) segir það vonbrigði að umboðsmaður Alþingis gefi gömlum hvalveiðilögum meira vægi en nýjum dýraverndarlögum í nýju áliti sínu um hvalveiðar. Innlent 9. janúar 2024 08:36
Svandís og sjallarnir Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Skoðun 9. janúar 2024 08:30
Dreifingu fjölpósts hætt Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Skoðun 9. janúar 2024 07:00
„Ég var drulluhrædd í heilt ár“ „Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði. Innlent 9. janúar 2024 07:00
Vantrauststillaga lögð fram um leið og þing kemur saman Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi. Innlent 9. janúar 2024 06:47
Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Innlent 8. janúar 2024 20:01
Bíða viðbragða ríkisstjórnarinnar Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar. Innlent 8. janúar 2024 18:55
Aðeins helmingur íbúa með fastan heimilislækni þvert gegn stefnu stjórnvalda Þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld stefni að því að landsmenn séu með fastan skráðan heimilislækni á það aðeins við um helming íbúa á höfuðborgarasvæðinu. Ástæðan er skortur á heimilislæknum að sögn formanns félags þeirra. Það hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar. Heilsugæslan sé í raun verr stödd en Landspítalinn. Innlent 8. janúar 2024 13:58
Opið bréf til heilbrigðisráðherra Áttu nokkuð heilsugæslu, láttu vita innan þriggja vikna? Skoðun 8. janúar 2024 13:31
Segir frumvarp Svandísar svik við þjóðina Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og varaþingmaður Flokks fólksins, er ómyrkur í máli um nýtt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um sjávarútveg. Innlent 8. janúar 2024 13:26
Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Innlent 8. janúar 2024 12:45
Gjaldskrárhækkanir hafi numið tugum og jafnvel hundruðum prósenta Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vel hægt að komast hjá gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi hjá borginni nú um áramót. Standa þurfi öðruvísi að rekstrinum svo fjölskyldur súpi ekki seyðið af hækkunum. Innlent 8. janúar 2024 12:32
Þegar jöfnunartæki snýst upp í andhverfu sína – um frístundastyrk sveitarfélaga Það var gæfuspor sem var stigið þegar frístundastyrkur sveitarfélaga var tekinn upp á sínum tíma með það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu tómstundastarfi og tel ég að vel hafi tekist til að mörgu leyti. Skoðun 8. janúar 2024 12:00
Hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Svandísi Formaður Flokks fólksins segist líta álit umboðsmanns Alþingis, um að matvælaráðherra hafi ekki gætt meðalhófs við bann á hvalveiðum, mjög alvarlegum augum. Hún hafi rætt við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi um að lýsa yfir vantrausti gegn ráðherranum. Innlent 8. janúar 2024 10:51
Segir „forkastanlegt“ að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum „Að mínu mati er þetta bara forkastanlegt; að Sigurður Ingi virðist koma af fjöllum,“ segir Grindvíkingurinn Hilmar Gunnarsson um viðbrögð innviðaráðherra við viðtali við Gunnar í Bítínu á Bylgjunni í síðustu viku, þar sem hann sagði hluta Grindvíkinga á leið í þrot. Innlent 8. janúar 2024 10:26
Sjálfstæðismenn felli mögulega vantrauststillögu „með óbragð í munni“ Prófessor í stjórnmálafræði telur ekki að ríkisstjórnin springi vegna álits Umboðsmanns Alþingis í hvalveiðamálinu og Sjálfstæðismenn myndu verja Svandísi mögulegu vantrausti með æluna upp í kok. Innlent 7. janúar 2024 20:01
Fyrrverandi ráðherra orðinn kokkur Eygló Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokks og félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lokið sveinsprófi í matreiðslu. Næst ætlar hún að byggja blokk og ljúka við torfbæinn sinn. Lífið 7. janúar 2024 19:47
Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. Innlent 7. janúar 2024 14:55
Ósammála um útgangspunkt Umboðsmanns Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega. Innlent 7. janúar 2024 13:38