Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Björk varar við frum­varpi um sjókvíeldi

Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Er fyrir­myndar­ríkið Ís­land í ruslflokki í sorpmálum?

Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“.

Skoðun
Fréttamynd

Takk fyrir vettlingana!

Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar þú vilt miklu meira bákn

Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni. Komið hefur þannig beinlínis fram í gögnum Evrópusambandsins að stjórnsýslan hér á landi sé allt of lítil að mati þess.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­bæri­leg létt­úð VG

Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er.

Skoðun
Fréttamynd

Að hafa á­hrif á nærumhverfi sitt

Ég vil óska Mýrdalshreppi til hamingju með að hafa hlotið samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar í ár fyrir að hafa sett á laggirnar enskumælandi ráð árið 2022. Ráðið er skipað sjö fulltrúum af sex þjóðernum. Tilgangur með þessu ráði er að skapa íbúum af erlendu bergi tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, þó að viðkomandi hafi ekki náð valdi á íslenskri tungu, sem að flestra mati er erfitt tungumál að læra.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn leggst ekki í duftið

Framsókn styður forvarnir. Það er betra að verja fyrir fram heldur en að laga eftir á. Framsókn leggst ekki í duftið þegar að forvörnum kemur. Stefnan er skýr. Framsókn ályktaði á flokksþingi sínu í apríl um sjóðheitt mál sem legið hefur eins og eitrað peð á skákborði ríkisstjórnarflokkanna. Það mál hverfist um ólöglega netsölu áfengis sem hefur viðgengist í skjóli Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar þú ert báknið

Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands?

Skoðun
Fréttamynd

Svik við þjóðina

Ég hef einungis lauslega rennt í gegnum hið 124 blaðsíðna frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, matvælaráðherra Vinstri grænna, um lagareldi, en í greinum og viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum, og í miklum meirihluta hinna 306 athugasemda við frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda, kemur fram afar hörð gagnrýni á þetta frumvarp.

Skoðun
Fréttamynd

„Á­kveðnar efa­semdir um á­kveðna þætti“

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Varð móðir sex­tán ára

Hún elskar Manchester United, finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi og lofar að hún myndi halda áfram að elska börnin sín þótt þau kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Fimm teravött af orku og 20 milljarðar í sam­göngur

Orkumál eru formanni Samfylkingarinnar hugleikinn en að mati hennar þarf fimm terawött af orku í viðbót fyrir landið, sem yrði um fjórðungs aukning á næstu tíu árum. Þá vill Samfylkingin verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum.

Innlent
Fréttamynd

Ei­ríkur og Bjarni takast á um nefnd um ís­lenska tungu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, tókust á um sérstaka ráðherranefnd um málefni íslenska tungu sem sett var á stofn árið 2022. Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á dögunum að nefndin yrði lögð niður og segir Eiríkur það vott um getuleysi ríkisstjórnarinnar í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Ræða mest mál­efni ís­lenskunnar á fundum ensku­mælandi ráðs

Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir mikilvægt að þegar rætt er um enskumælandi ráð í sveitarfélaginu sé litið þess af hverju það var stofnað og við hvaða aðstæður. Hefði ráðið ekki verið stofnað hefði stór hluti íbúa verið útilokaður frá lýðræðisþátttöku.

Innlent
Fréttamynd

Heyrt kjafta­sögurnar um eldri mennina sem stýri henni

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti.

Lífið
Fréttamynd

Segir borgar­stjóra óttalegan vettling

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka upp auð­linda­gjald að hætti Norð­manna

Samfylkingin segir enga skýra auðlindastefnu vera á Íslandi og heildarsýn skorti á nýtingu auðlinda. Flokkurinn vill taka upp auðlindagjald að hætti Norðmanna. Einnig vilja þau auka fjárfestingar í samgönguinnviðum og nýta fleiri virkjanakosti.

Innlent
Fréttamynd

Er stór­aukin lýðræðisþátttaka ekki verðlaunaefni?

Ég las í gær grein sem Snorri Másson fréttamaður skrifaði um enskumælandi ráð sem sett var á fót hér í Mýrdalshreppi í upphafi þessa kjörtímabils. Eins las ég pistil sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku ritaði í Facebook hópinn Málspjallið fyrr í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Vill rjúfa framkvæmdastopp í orku­málum

Samfylkingin segist staðráðin í því að rjúfa það sem hún kallar framkvæmdastopp í valdatíð núverandi ríkisstjórnar í orkumálum. Mikilvægt sé til dæmis að Hvammsvirkjun verði að veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Árangur gegn verð­bólgu

Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár.

Skoðun
Fréttamynd

Leyfis­veitingin ekki brot á EES-samningnum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum.

Innlent