Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Óli kommi fallinn frá

Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður í Hornbjargsvita og betur þekktur sem Óli kommi, lést í síðustu viku 89 ára gamall.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður Pírata hand­tekinn á skemmti­stað

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, var hand­tek­in síðasta föstu­dag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug barna­föt við Al­þingi

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman á Austurvelli í dag þar sem haldinn var gjörningur til stuðnings börnunum á Gaza á vegum félagsins Ísland-Palestína. Félagið mun standa fyrir viðburðum tengdum Palestínu á hverjum degi það sem eftir lifir nóvember mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Fjarðagöng fremur en Fjarðarheiðargöng

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á samgönguyfirvöld að setja Fjarðagöng á Austfjörðum í forgang á samgönguáætlun, tvenn göng sem tengja myndu Seyðisfjörð og Norðfjörð um Mjóafjörð. Slík göng yrðu þannig sett fram fyrir Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða, sem núna eru áformuð sem næstu jarðgöng á samgönguáætlun.

Innlent
Fréttamynd

„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“

Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Heildar­lög um sjávar­út­veg

Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“

Skoðun
Fréttamynd

Svartur föstu­dagur allt árið um kring

Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana?

Skoðun
Fréttamynd

Hvað er þá að Við­reisn?

„Ég á erfitt með að sjá að Samfylkingin hafi breytt um stefnu [gagnvart Evrópusambandinu]. Helzta breytingin er sú að við myndun næstu stjórnar verður Viðreisn eini flokkurinn, sem setur aðild á dagskrá slíkra viðræðna. Til að styrkja þá málefnastöðu bjóðum við Evrópusinna í öllum flokkum velkomna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein í Fréttablaðinu 10. nóvember á síðasta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Afla­gjald í sjó­kvíeldi

Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Læknis­með­ferð hafnað

Það var gleðilegt að Seðlabankinn skyldi ekki hækka vexti í vikunni. Tóninn í seðlabankastjóra var samt þannig að manni leið ekkert betur í veskinu. Á honum var að skilja að óvissa vegna jarðhræringa hafi komið í veg fyrir enn eina stýrivaxtahækkunina.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Al­þingi „nánast lamað“

Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál.

Innlent
Fréttamynd

„Gott að geta leyst flókin og erfið mál í góðri sátt“

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni af Lækjargötu og koma henni fyrir í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir ánægjulegt að leysa málið í góðri sátt.

Innlent
Fréttamynd

Styttan af séra Frið­riki tekin niður

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Af­neitum ekki hryðju­verkum

Höfundur fór fyrir skömmu til Ísraels og Palestínu og ræddi við þarlend stjórnvöld um átökin sem komin eru upp eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. Óbreyttir borgarar bæði í Palestínu og Ísrael hafa liðið ómældar þjáningar og mannfall er mikið, sérstaklega á Gasa. Þar dynja nú hörmungar yfir vegna loftárása Ísraels.

Skoðun
Fréttamynd

A WEIRD timing

Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Skoðun