Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Kristrún búin að eiga

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og eiginmaður hennar, Einar B. Ingvarsson, eignuðust dóttur í byrjun febrúar. Þetta er þeirra annað barn en fyrir eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019. Dóttirin hefur fengið nafnið Ragnhildur Steinunn.

Lífið
Fréttamynd

Getum við stjórnað fortíðinni?

Bókin 1984 eftir George Orwell er hrollvekjandi framtíðarsaga sem kom fyrst út árið 1949. Í bókinni lýsir höfundur framtíðarsýn þar sem hið opinbera stýrir öllu, stóru og smáu – jafnvel hugsunum borgaranna. Bókin segir frá Winston Smith sem býr í London og starfar þar í skjaladeild sannleiksráðuneytisins. Starf Winstons í ráðuneytinu felst í því að endurskrifa söguleg skjöl svo þau stangist ekki á við línu Flokksins sem breytist sífellt.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær

Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Um endurskoðun samgöngusáttmálans

Síðastliðinn þriðjudag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn samþykkti að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins en ritað var undir sáttmálann haustið 2019. Því miður náði tillagan ekki fram að ganga en umræða um hana í borgarstjórnarsalnum var fróðleg. Það er því ekki úr vegi að draga nokkur aðalatriði fram um efnið.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef að sam­fé­lagið fer að stöðvast þá verða stjórn­völd að grípa inn í“

Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand.

Innlent
Fréttamynd

Kyrrstaðan niðurstaðan?

Á síðasta borgarstjórnarfundi flutti Marta Guðjónsdóttir tillögu fyrir hönd okkar sjálfstæðismanna um að óska eftir viðræðum um endurskoðun ákvæða samgöngusáttmálans.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“

Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Innlent
Fréttamynd

Að skjóta niður skjól­stæðinga sína

Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: „um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði“. Tillagan er eftirfarandi:

Skoðun
Fréttamynd

Munu aldrei gefa föngum hug­víkkandi efni án sam­þykkis allra

Fangelsismálastjóri segir að ekki verði gerðar tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum án þess að samþykki allra aðila, þar á meðal vísindasamfélagsins, liggi fyrir. Hann kveðst opinn fyrir hugmyndinni en andleg vandamál séu áberandi í fangelsum landsins og við því þurfi að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

Það er munur á Tene og Tortóla

Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir.

Skoðun
Fréttamynd

Samgöngusáttmáli á gatnamótum

Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður haustið 2019 af ríki, borg og sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ríkti almenn og þverpólitísk sátt um að í sáttmálanum fælist mikilvægur áfangi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja göngu­brú við hlið nú­verandi Ölfus­ár­brúar

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt tillögu þess efnis að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við Vegagerðina varðandi uppbyggingu á göngubrú við hlið núverandi Ölfusárbrúar á Selfossi. Ráðið hefur falið bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðin um mögulega uppbyggingu göngubrúar yfir Ölfusá.

Innlent
Fréttamynd

Borgin í þungum róðri á skulda­bréfa­markaði

Hækkun ávöxtunarkröfunnar á skuldabréfum Reykjavíkurborgar skilar sér í „verulega þungri vaxtabyrði“ á nýjum lánum. Krafan á óverðtryggða skuldabréfaflokknum RVKN 35 1, sem stendur í ríflega 8,8 prósentum, hefur hækkað um 1,5 prósentustig frá áramótum og nærri tvöfaldast frá byrjun árs 2022.

Innherji
Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Dýralæknar á Íslandi

Dýralæknar gegna mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi við umönnun dýra. Margar áskoranir hafa verið til staðar þar sem erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknaþjónustu en síðustu ár hefur hörgull á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­­steinn Páls­son botnar ekkert í Lindar­hvols­­leyndinni

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Heita kartaflan

Það dylst engum þessa dagana að Íslandsmetið í að kasta heitri kartöflu á milli sín er í stórhættu. Við þekkjum þetta allt of vel. Verðbólgan fer af stað og verður nánast undantekningarlaust hærri og þrálátri hér en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi strand­svæðis­skipu­lags

Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Eru heim­greiðslur kvenna­gildra?

Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Al­þingi ræðir á­lyktun um hungur­sneyðina í Úkraínu sem hóp­morð

Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Leyndar­hyggjan um Lindar­hvol enn á dag­skrá þingsins

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol.

Innlent
Fréttamynd

Dýrmætum tíma sóað í dellukenningar

Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun var einkar forvitnilegur. Áhorfendur fengu ýtarleg svör frá seðlabankastjóra um ákvarðanir peningastefnunefndar en upplýsingagildi fundarins fólst ekki síður í því hvernig sumar spurningar afhjúpuðu dellukenningarnar sem hafa hreiðrað um sig á Alþingi.

Klinkið
Fréttamynd

Skýrt að taka þurfi vinnu­lög­gjöfina til skoðunar

Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Innlent