Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. Innlent 22. janúar 2024 11:17
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. Innlent 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Innlent 22. janúar 2024 08:20
Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. Skoðun 22. janúar 2024 07:30
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. Innlent 22. janúar 2024 06:37
„Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. Innlent 22. janúar 2024 06:09
Kostulegur hvalaflutningur myndi toppa ráðuneytisflakk Bjarna Lögð verður fram vantrauststillaga á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi í vikunni. Sigmundur Davíð furðar sig á því hvað Sjálfstæðismenn hafa beðið lengi eftir viðbrögðum VG vegna málsins. Hann gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji tillöguna enda ekki verk hennar að styðja ríkisstjórnina. Innlent 21. janúar 2024 21:54
Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Innlent 21. janúar 2024 18:17
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. Innlent 21. janúar 2024 16:31
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. Innlent 21. janúar 2024 13:44
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir varðandi Grindavík á morgun Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, lofar tillögum frá ríkisstjórn á morgun varðandi Grindavík. Skilaboðin til Grindvíkinga séu skýr: „Við ráðum við þetta og gerum það sem þarf.“ Innlent 21. janúar 2024 13:27
Þorum að viðurkenna staðreyndir - burt með óvissuna Á undanförnum 4 árum höfum við fylgst með vaxandi ógn steðja að Grindvíkingum. Reykjanesið er vaknað til lífsins og enginn veit hvenær jarðhræringum lýkur þar og hvaða innviðir hafa orðið fyrir árásum úr eldstöðvunum þegar yfir lýkur. Skoðun 21. janúar 2024 12:00
Sprengjur og tjöld Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess. Skoðun 21. janúar 2024 08:01
„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Innlent 20. janúar 2024 18:47
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. Innlent 20. janúar 2024 17:23
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. Innlent 20. janúar 2024 14:33
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar Hann virðist eiginlega alveg á floti, skilningurinn en kannski ekki síður söguþekking ykkar sjálfstæðismanna sem hafið tjáð ykkur um mótmæli tjaldbúðanna á Austurvelli. Skoðun 20. janúar 2024 13:30
„Bjarni hefur aldrei gengið svona langt í rasisma“ Færsla Bjarna Benediktssonar, þar sem hann gagnrýnir tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll, hefur vakið mikil og hörð viðbrögð. Margir gagnrýna ummæli Bjarna sem þó hafa einnig hlotið nokkurn meðbyr. Innlent 20. janúar 2024 13:20
Talsmaður nýrra skatta, eða sanngirni? Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna. Skoðun 20. janúar 2024 12:01
Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Skoðun 20. janúar 2024 08:00
Þegar þitt besta er ekki nógu gott Þegar áföll dynja yfir þá reynir á samfélög og um leið kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Skoðun 20. janúar 2024 06:31
Margir Grindvíkingar í óviðunandi húsnæði eða búi við óvissu Innviðaráðherra segir alltof marga Grindvíkinga enn í óviðunandi húsnæði eða búa við óvissu. Stjórnvöld skoði hvernig hægt sé að koma til móts við kröfur um að ríkið kaupi upp húsnæði bæjarbúa þó hann sé ekki tilbúinn að slá af byggð í Grindavík til framtíðar. Innlent 19. janúar 2024 23:12
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. Innlent 19. janúar 2024 21:41
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Innlent 19. janúar 2024 19:52
Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Innlent 19. janúar 2024 17:59
Er skynsamlegt að sameina Hafnarfjörð og Garðabæ? Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Skoðun 19. janúar 2024 14:30
Rannsóknarnefnd um snjóflóðið í Súðavík Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent þingforseta beiðni um skipan rannsóknarnefndar um snjóflóðið á Súðavík. Algjör samstaða ríkti um málið þvert á flokka innan nefndarinnar. Innlent 19. janúar 2024 11:57
Falið að gera Reykjavík aðgengilegri Bragi Bergsson hefur verið ráðinn í starf aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar. Viðskipti innlent 19. janúar 2024 11:24
Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Innlent 19. janúar 2024 11:15
Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. Innlent 19. janúar 2024 10:27