Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja. Innlent 30. nóvember 2023 11:45
Egill varar við knáum stöðumælavörðum Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. Innlent 30. nóvember 2023 11:25
Hættir hjá Geislavörnum eftir 38 ára starf Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna, lætur af störfum í dag. Hann hefur stýrt stofnuninni í 38 ár. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kvaddi Sigurð með blómvendi og kökuboði við þessi tímamót þar sem Sigurður rifjaði upp farinn veg í viðburðaríku starfi á sviði geislavarna sem spannar meira en fjóra áratugi. Innlent 30. nóvember 2023 11:02
Mannúð fyrir jólin Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Skoðun 30. nóvember 2023 11:01
Bein útsending: Efling lífrænnar matvælaframleiðslu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun kynna drög að aðgerðaáætlun varðandi eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á fundi klukkan 10. Innlent 30. nóvember 2023 09:31
Bein útsending: Ræða stöðu íslenskrar tungu á opnum nefndarfundi Staða íslenskrar tungu er fundarefni opins fundar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem hefst klukkan 9:10. Innlent 30. nóvember 2023 08:31
Matvælaráðherra dulur um mögulega endurnýjun leyfis Hvals „Ráðuneytinu hefur ekki borist umsókn um nýtt leyfi.“ Innlent 30. nóvember 2023 07:01
Menga á daginn og grilla á kvöldin COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfilegar afleiðingar fyrir jarðarbúa, lífríki og vistkerfi á jörðinni. Skoðun 30. nóvember 2023 07:00
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. Innlent 29. nóvember 2023 23:03
Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. Innlent 29. nóvember 2023 20:06
Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla. Skoðun 29. nóvember 2023 20:00
Umhverfisráðherra segir raforkuskort í landinu óásættanlegan Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir ekki ásættanlegt að fiskimjölsverksmiðjur þurfi ár eftir ár að keyra starfsemi sína á olíu vegna skorts á rafmagni. Það væri einfaldlega komið að skuldadögum eftir fimmtán ára aðgerðaleysi í virkjanamálum. Innlent 29. nóvember 2023 19:21
Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Innlent 29. nóvember 2023 18:30
Loðið orðalag í tímamótaáætlun Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Innlent 29. nóvember 2023 14:28
Áhersla á innflytjendur í nítján liða „tímamótaáætlun“ Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Innlent 29. nóvember 2023 12:51
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. Innlent 29. nóvember 2023 12:03
Trausti Fannar skipaður formaður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Innlent 29. nóvember 2023 11:49
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. Innlent 29. nóvember 2023 10:10
Höfðu ekki orku í að halda áfram fyrr en í upphafi árs Þingkona Flokks fólksins og eiginmaður hennar hafa stefnt sýslumanninum vegna fyrndra vaxta sem þau þurftu að greiða í tengslum við uppboð á heimili þeirra árið 2017. Málið á uppruna sinn að rekja til Hrunsins árið 2008. Ásthildur Lóa segir málið mikið réttlætismál og að sýslumaður hafi brotið á jafnræði. Það hafi ekki allir greitt þessa fyrndu vexti. Innlent 29. nóvember 2023 08:54
Umhugsunarvert hversu margar íbúðir eru í eigu ferðaþjónustunnar Tveir þriðju íbúða í fjölbýlishúsi nálægt miðbæ Reykjavíkur eru í eigu félags sem leigir þær út til ferðamanna. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs segir að mögulega hafi orðið forsendubreyting þarna. Innlent 29. nóvember 2023 08:15
Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi. Innlent 28. nóvember 2023 20:20
Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. Innlent 28. nóvember 2023 20:01
Óttast að vopnavæðing lögreglu auki ofbeldi í samfélaginu Þingmaður Pírata gagnrýnir aukinn vopnaburð lögreglu með rafbyssum og óttast að hann muni stigmagna ofbeldi í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir enga stefnubreytingu hafa átt sér stað varðandi valdbeitingarheimildir lögreglunnar. Innlent 28. nóvember 2023 19:20
Sveitarstjóri óskaði eftir helmingi minni launahækkun Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra. Innlent 28. nóvember 2023 17:00
Sækja um leyfi að uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Ölfusdal Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga. Innlent 28. nóvember 2023 14:56
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. Innlent 28. nóvember 2023 14:33
Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Skoðun 28. nóvember 2023 11:31
Hannes Hólmsteinn ber saman Klausturmálið og „Kikimálið“ Sjálfstæðismenn vilja velta fyrir sér öllum vinklum á atviki sem varðar Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanni Pírata frá á föstudagskvöldið. Innlent 28. nóvember 2023 11:14
Ertu sekur um að verða 67 ára? Eldri borgarar og öryrkjar sem treysta eingöngu á lágar bætur frá almannatryggingum lifa við gríðarlega fátækt og bágborin kjör. Þeir óttast sérstaklega að verða 67 ára því þá lækka bætur þeirra enn frekar þegar þeir færast yfir á ellilífeyri. Oft eru þetta konur sem unnu árum saman sem heimavinnandi húsmæður og eiga engan lífeyrissjóð. Skoðun 28. nóvember 2023 09:30
Spyr hvort atlot séra Friðriks hafi verið eins og atlot ættingja Formaður Miðflokksins segist hafa miklar áhyggjur af framgöngu almennings við séra Friðrik Friðriksson heitinn, en til stendur að taka niður styttu af honum sem stendur við Lækjargötu. Hann veltir fyrir sér hvort atlot séra Friðriks, við unga drengi, hafi verið sama eðlis og atlot ættingja við börn sem þeim þykir vænt um. Innlent 28. nóvember 2023 09:04