„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:14 Þeir Magnús og Guðmundur báru sigur úr býtum í Starssborg í dag. skjáskot Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira