Vill lagalegt álit til að útkljá ágreining um flóttafólk Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti Lagastofnunar vegna ágreinings um flóttafólk sem búið er að svipta rétti til þjónustu. Dómsmálaráðherra vill koma fólkinu fyrir í nýju búsetuúrræði með takmörkunum. Innlent 15. ágúst 2023 19:34
Ekki verði skrúfað fyrir fjárframlög fyrr en framtíðin er mótuð Menningar- og viðskiptaráðuneytið segir að fjárframlögum til Íslensku óperunnar verði ekki hætt áður en búið verður að móta framtíð óperustarfsemi á landinu. Íslenska óperan birti í dag áskorun til ríkisstjórnarinnar þar sem kom fram að stofnunin neyðist til að hætta starfsemi vegna niðurskurðar. Menning 15. ágúst 2023 15:32
Vilja fella úr gildi ákvæði sem heimilar þjónustusviptingu Píratar vilja fella úr lögum ákvæði sem heimilar niðurfellingu þjónustu hjá flóttafólki sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og hafa hafið undirbúning þess. Þing kemur saman eftir tæpan mánuð. Innlent 15. ágúst 2023 14:05
Vill opna „búsetúrræði með takmörkunum“ fyrir flóttafólk Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur. Innlent 15. ágúst 2023 12:40
Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Innlent 15. ágúst 2023 12:18
Úthugsað illvirki Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Skoðun 15. ágúst 2023 10:00
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Innlent 15. ágúst 2023 08:23
„Það er hægt að gera miklu, miklu, miklu betur“ Framkvæmdastjóri Barna-og fjölskyldustofu segir hægt að gera miklu, miklu, miklu betur í málefnum barna með fjölþættan vanda. Stýrihópur barnamálaráðherra leggur fram á annan tug tillagna um úrbætur. Verði þær að veruleika er búist við milljarða sparnaði. Innlent 14. ágúst 2023 19:00
Hafna því að sveitarfélög beri ábyrgð á hælisleitendunum Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi. Innlent 14. ágúst 2023 17:00
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. Lífið 14. ágúst 2023 15:32
Ætlar að stórauka barnavernd Miklar breytingar verða gerðar á barnavernd hér á landi gangi framkvæmdaráætlun barnamálaráðherra eftir. Hann leggur áherslu á að ríkið taki fleiri málaflokka til sín með samvinnu við sveitarfélögin. Innlent 14. ágúst 2023 13:01
Ekki hægt að velta vanda á sveitarfélögin: „Látum fólk auðvitað ekki svelta“ Formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir þau ekki geta tekið við réttinda- og heimilislausu flóttafólki án samtals. Hún segir áríðandi að ríkið skýri málið betur og ætlar að óska eftir fundi með ráðherra. Innlent 14. ágúst 2023 12:11
Bein útsending: Ný framkvæmdaáætlun um barnavernd Ný framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 til 2027 verður kynnt í morgunsárið. Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi af því tilefni í beinu streymi. Innlent 14. ágúst 2023 07:46
Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn. Innlent 13. ágúst 2023 21:56
Óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi sé lengri en tölur gefi til kynna Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni óttast að biðlisti eftir leikskólaplássi geti verið lengri en tölur gefa til kynna. Dæmi séu um að foreldrar hafi fengið boð um vistun en séu algjörri óvissu um hvenær börnin þeirra fái að byrja. Innlent 13. ágúst 2023 13:45
Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“ Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum. Innlent 13. ágúst 2023 12:10
Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Skoðun 13. ágúst 2023 09:01
Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Lífið 12. ágúst 2023 15:42
Hætturnar við að stöðva alþjóðavæðingu Ástæða þessarar greinar er aukning þjóðernispopúlisma og þau slæmu áhrif sem hann hefur á alþjóðavæðinguna út um allan heim. Ég held að mjög margir átti sig hreinilega ekki á því hversu gífurleg áhrif það myndi hafa á líf þeirra ef alþjóðavæðingin myndi stöðvast. Skoðun 12. ágúst 2023 14:00
Búið að tilkynna öllu flóttafólki um þjónustusviptingu í bili Búið að er að tilkynna öllum þeim sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd um yfirvofandi þjónustusviptingu í bili að sögn sérfræðings hjá ríkislögreglustjóra. Nýtt ákvæði í útlendingalögum sé krefjandi verkefni sem ekki hafi enn reynt á. Innlent 12. ágúst 2023 12:11
Neitar að tjá sig um meint innbrot á Lambeyrum Barnamálaráðherra neitar að tjá sig um meint innbrot hans á jörðinni Lambeyrum og segir fyrri yfirlýsingu standa. Hann segist ekki hafa haft áhrif á vinnubrögð lögreglu í málinu. Innlent 12. ágúst 2023 07:00
Býr í tjaldi í hraungjótu Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. Innlent 11. ágúst 2023 21:01
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Innlent 11. ágúst 2023 20:19
„Lögin eru að virka sem skyldi“ Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. Innlent 11. ágúst 2023 17:13
Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum. Lífið 11. ágúst 2023 15:30
Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Innlent 11. ágúst 2023 15:01
Ákvörðun Svandísar ekki haft jákvæð áhrif á samstarfið Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ákvörðun matvælaráðherra um að stöðva tímabundið hvalveiðar ekki hafa haft jákvæð áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Matvælaráðherra segir ekki tímabært að segja hvort hún banni hvalveiðar eftir fyrsta september þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu í að veiðarnar eigi að hefjast. Innlent 11. ágúst 2023 12:10
Skilur ekkert í „furðulegu monti“ og Framsókn hafi engu breytt Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segist ekkert skilja í furðulegu monti borgarstjóra þess efnis að Reykjavík bjóði upp á ódýrustu leikskólana. Fullyrðingar um góða stöðu séu hreinn dónaskapur við áhyggjufulla foreldra. Þá hafi innkoma Framsóknar í borgarstjórn ekki breyttu nokkrum sköpuðum hlut. Innlent 11. ágúst 2023 11:42
Frelsi og umburðarlyndi Á morgun, laugardag, fögnum við og styðjum réttindabaráttu hinsegin fólks. Borgarfulltrúar sem velja að taka þátt, munu ganga undir yfirskriftinni Reykjavík er stolt, rétt eins og í fyrra. Skoðun 11. ágúst 2023 10:30
Lýðræðislegur ómöguleiki Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Skoðun 11. ágúst 2023 08:31