Bein útsending: Loftslagsþolið Ísland Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30. Innlent 26. september 2023 14:01
Lenya Rún og Siffi G nýtt par Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Sigurjón Guðjónsson rannsóknarsálfræðingur eru nýtt par. Lífið 26. september 2023 11:00
Eygló nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR. Innlent 26. september 2023 10:11
Vill vita hvers vegna skíðalyftan í Breiðholti var fjarlægð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvers vegna staurar fyrir skíðalyftu í Breiðholti hafa verið fjarlægðir. Hún segir samráð í málinu vera ekkert. Innlent 25. september 2023 16:29
Fyrsta skóflustungan að nýju hverfi á Akureyri Fyrsta skóflustungan að Móahverfi á Akureyri var tekin í morgun. Hverfið rís norðvestanmegin í bænum en gert er ráð fyrir um 1.100 íbúðum þar. Innlent 25. september 2023 15:17
Hálfleikur Í dag eru liðin slétt tvö ár frá Alþingiskosningum. Í þeim vann Framsókn frækinn kosningasigur sem skilaði flokknum 13 þingmönnum og tryggði áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks. Á þeim sex árum sem liðin eru hefur mikið mætt á íslensku samfélagi en um leið hefur mikið áunnist. Skoðun 25. september 2023 11:31
Burt með sjálftöku og spillingu Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum. Skoðun 25. september 2023 10:30
Sameining sveitarfélaga á endanum ákvörðun íbúa Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga. Innlent 24. september 2023 12:32
Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Innlent 23. september 2023 21:34
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Innlent 23. september 2023 21:07
Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Innlent 23. september 2023 20:07
Mikilvægt að fólk geti stigið fram og greint frá hatursorðræðu Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir afar áríðandi að rými sé í samfélaginu fyrir fólk til að greina frá hatursorðræðu og fordómum. Mikilvægt sé að skrá öll tilfelli og að brugðist sé við þeim. Innlent 23. september 2023 16:30
„Það skiptir engu máli hvar verkefnin eru unnin“ Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni. Innlent 22. september 2023 23:15
Íslenska lögreglan kynnist rafbyssunum umdeildu Undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa er nú í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Íslensk lögreglukona segir alveg nóg að prófa einu sinni að vera skotin og fá fimm sekúndna rafstraum úr vopninu. Innlent 22. september 2023 21:22
Hamingjan ræðst ekki af peningum Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og og andlegri heilsu þjóðarinnar hrakar stöðugt. Þá er ungt fólk kvíðnara og meira einmana en áður. Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir samfélagið hafa einblínt um of á hagvöxt og tekjur, í stað velsældar og félagslegra tengsla. Innlent 22. september 2023 20:01
Ragnar telur Íslendinga ófæra um að stýra efnahagsmálum Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands hefur látið í ljós þá skoðun að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er honum sammála. Innlent 22. september 2023 13:58
Sameining MA og VMA „ekki heillaskref í menntamálum á Íslandi“ Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir áform menntamálaráðherra um sameiningu MA og VMA ekki heillaskref fyrir íslenskt menntakerfi. Ólíkir skólar tryggi meiri fjölbreytileika fyrir nemendur á landsbyggðinni. Hann er mótfallinn sameiningunni. Innlent 22. september 2023 13:01
Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild. Innlent 22. september 2023 11:53
Stór orð en ekkert fjármagn Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn. Skoðun 22. september 2023 09:00
Frelsi á útsölu Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu Skoðun 22. september 2023 07:01
„Einhvers staðar þarf allt þetta fólk að búa“ Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Innlent 21. september 2023 21:00
Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. Innlent 21. september 2023 17:11
Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir. Lífið 21. september 2023 16:31
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. Viðskipti innlent 21. september 2023 11:50
Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. Innlent 21. september 2023 11:12
Segir Sjálfstæðisflokk vilja blása báknið út Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sendir Sjálfstæðisflokknum skeyti sem undan hlýtur að svíða. Hann segir flokkinn bara flokk hins opinbera sem líði vel að þenja kerfið út, leggja auknar álögur á fólk í stað þess að fara vel með og sækja fjármuni á þá staði þar sem þeir raunverulega eru. Innlent 21. september 2023 11:10
Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu? Síðustu daga hefur sprottið upp mikil og ekki síður mikilvæg umræða um framtíð menntunar og menntastofnana. Menntamálaráðherra ákvað í lok apríl síðastliðnum að setja af stað könnun um aukið samstarf eða sameiningu nokkurra framhaldsskóla á landinu. Skoðun 21. september 2023 10:32
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum. Innlent 21. september 2023 10:07
Velferð við upphaf þingvetrar Nýr þingvetur er hafinn og fjölbreytt verkefni blasa við. Frá kosningum 2021 hef ég verið formaður fjárlaganefndar og nú verður sú breyting á að ég tek við formennsku í velferðarnefnd. Skoðun 21. september 2023 09:31
Bein útsending: Áskoranir og tækifæri sveitarfélaga á Fjármálaráðstefnu Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Þar kemur sveitarstjórnarfólk saman til skrafs og ráðagerða varðandi fjármál og verkefni sveitarfélaga, ásamt því að ræða þau mál sem efst ber á baugi í sveitarstjórnarmálum. Innlent 21. september 2023 09:31