Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sýndu mér fjárlögin

Í dag voru fjárlög fyrir árið 2023 samþykkt á Alþingi. Í kjölfar þeirrar afgreiðslu minnist ég þess sem formaður Samfylkingarinnar sagði fyrr í þessum mánuði: „Sýndu mér bara fjárlögin þín og ég skal segja þér hvað skiptir þig máli.“

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum

Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að til verði einn héraðsdómstóll í stað átta sjálfstæðra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur hafið undirbúning að sameiningu átta héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara mjög óheppilegt“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir afgreiðslu meirihluta fjárlaganefndar á viðbótarstyrkjum, sem ætlaðir voru sjónvarpsframleiðslu á landsbyggðinni, óheppilega. 

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við meint hundrað milljóna lof­orð að­stoðar­manns

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er

Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 

Innlent
Fréttamynd

Að­­stoðar­­maður Ás­­mundar Einars hafi stað­fest að ÍBV fengi 100 milljónir króna

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra segir engar blekkingar varðandi barna­bætur

Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti.

Innlent
Fréttamynd

Bréfið sem leiddi til hundrað milljóna króna styrks birtist ekki fyrir mistök

María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, lagði til í bréfi sínu til fjárlaganefndar Alþingis að starfsemi RÚV utan höfuðborgarsvæðisins yrði lögð niður. Starfsmenn þeirra stöðva yrðu færðir undir nýja sjónvarpsstöð sem yrði stofnuð á grunni N4. Þetta kemur fram í bréfinu sem loks hefur verið birt á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Telur fjöl­miðla­styrkinn ekki klúður og stendur við til­löguna

Formaður fjárlaganefndar lítur ekki svo á að breytingartillaga meirihluta nefndarinnar, um hundrað milljóna króna styrk til fjölmiðla sem sinna sjónvarpsvinnslu á landsbyggðinni, hafi verið klúður.  Þingmaður Framsóknarflokksins, sem tengdur er framkvæmdastjóra norðlensku sjónvarpsstöðvarinnar N4 fjölskylduböndum, hafi ekki verið með í ráðum þegar umræðan var tekin innan fjárlaganefndar, þó hann hafi skrifað undir nefndarálitið. 

Innlent
Fréttamynd

Verðbólgin heimili

Hversu mörg heimili standa óvarin þegar stýrivextir eru hækkaðir? Ég leitaðist við að fá þessu svarað í haust þegar Seðlabanki kom á fund fjárlaganefndar með fyrirspurn um hversu stórt hlutfall heimila er með óverðtryggð lán á breytilögum vöxtum.

Skoðun