Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 22:18 Hildur segir sérstaklega ánægjulegt að sjá að strax eigi að ráðast í úrbætur. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur, Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málaflokkinn. Þar spurði Hildur meðal annars hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja góðar almenningssamgöngur frá höfuðborginni til Keflavíkurflugvallar. „Starfshópur ráðherra um bættar og umhverfisvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins er að hefja störf. Verkefni hans er að greina leiðir til að bæta almenningssamgöngur á þessari leið með umhverfisvænum hætti og leggja fram tillögur til úrbóta. Horft verður m.a. til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjarðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Hópurinn mun setja fram tillögu að aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum en jafnframt verður horft til þess að ná umbótum á þjónustunni næsta sumar,“ segir í svarinu. Niðurstöður og tillögur að úrbótum fyrir næsta sumar eigi að liggja fyrir í apríl á þessu ári en tillögur til lengri tíma í september. Þá sé ekkert í lögum né samningum ríkisins við Isavia sem komi í veg fyrir að úrbætur verði gerðar á almenningssamgöngum. Að sama skapi verði ekki séð að samningar Isavia við rekstraraðila hópbifreiða geti staðið í vegi fyrir slíkum úrbótum. Mikilvægt sé að almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins verði bættar sem fyrst. Meðal þeirra atriða sem verði skoðuð sé að færa biðstöðvar almenningsvagna nær flugstöðvarbyggingunni. Innviðaráðherra segir mikilvægt að samgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarinnar verði bættar sem fyrst.Vísir/Vilhelm Mikið hagsmunamál fyrir marga Hildur, sem lagði fyrirspurnina fram fyrir mánuði síðan, fagnar svari Sigurðar Inga. „Sérstaklega að það eigi að ráðast strax í að bæta úr þessu afleita ástandi að það séu í raun ekki almenningssamgöngur út á Keflavíkurflugvöll.“ Hagsmunir margra séu undir, og því gott að sjá að verið sé að bregðast við vandanum. „Þetta er mikið hagsmunamál fyrir höfuðborgarbúa og ferðamenn sem hefur hreinlega ekki verið sinnt. Því lagði ég fram þessa fyrirspurn og það er gott að sjá að hún hefur komið hreyfingu á málið,“ segir Hildur,
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Strætó Alþingi Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00