Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sér­stakt hve áköf um­ræðan um laun sveitar­stjóra sé orðin

Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju Fjarðarheiðargöng?

Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga?

Skoðun
Fréttamynd

Hefja at­hugun á starf­semi tveggja vöggu­stofa

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Inn­ritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við

Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa.

Innlent
Fréttamynd

Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum

Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Staðan vissulega flókin og ýmislegt sem starfshópurinn þarf að vinna úr

Áform heilbrigðisráðherra um afnám refsingar fyrir veikasta hópinn hefur vakið hörð viðbrögð en heilbrigðisráðherra segir ekkert ákveðið í þeim málum. Mikil vinna sé fram undan hjá starfshópi við framkvæmdina, meðal annars með tilliti til laga. Of snemmt sé að ræða hvort refsing verði afnumin fyrir vörslu neysluskammta fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Tókust hart á um arðinn af sjávarútveginum

Á Sprengisandi í dag tókust Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á um söluna á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi og um sjávarútvegsmál almennt. 

Innlent
Fréttamynd

Vill af­nema refsingu fyrir veikasta hópinn

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett tillögu að lagasetningu í samráðsgátt sem lýtur að afnámi refsingar fyrir veikasta hóp fíkla í tilteknum tilvikum með tiltekið magn og efni ávana- og fíkniefna.

Innlent