Innlent

Fimm milljónir í sjónvarpsþætti um hatursorðræðu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingileif ásamt Katrínu og Ásmundi Einari.
Ingileif ásamt Katrínu og Ásmundi Einari.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu.

Greiðslur ráðuneytanna vegna verkefnisins nema alls fimm milljónum króna.

Sjónvarpsþættirnir verða sýndir á RÚV og miða að því að fræða ungmenni um hatursorðræðu. Um fjóra þætti er að ræða sem verða meðal annars notaðir við kennslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×