Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hæstánægður með Hauk og leitar að nýjum aðstoðarmanni

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir skilnað hans og aðstoðarmannsins Hreins Loftssonar í ráðuneytinu í góðu og til greina komið að Hreinn fari í ákveðin sérverkefni í ráðuneytinu. Hann ætlar að leita sér að nýjum aðstoðarmanni til viðbótar við Brynjar Níelsson.

Innlent
Fréttamynd

Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum

Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni

Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember.

Innlent
Fréttamynd

105 ár Fram­sóknar fyrir ís­lenskt sam­fé­lag

Kæri lesandi.Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Skorar á Sjálf­stæðis­menn að styðja frekar al­mennt próf­kjör

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað.

Innlent
Fréttamynd

Hvað erum við að gera í skóla­málum?

Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ásmundur Einar er ekki Guð“

Helmingur aðspurðra, í könnun sem Maskína vann fyrir Fjölmiðlanefnd, taldi sig hafa rekist á rangar upplýsingar eða falsfréttir í kosningabaráttunni í september.

Innlent
Fréttamynd

„Eru ekki allir í stuði?“

Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör

Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis

Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta.

Innlent
Fréttamynd

Losað um spenni­treyjuna

Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera

Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. 

Innherji
Fréttamynd

Miklar breytingar fram undan

Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast.

Innlent
Fréttamynd

228 hraða­lækkandi til­lögur frá í­búum á kjör­tíma­bilinu

Í síðustu viku komst til framkvæmda fyrsti áfangi nýrrar hámarkshraðaáætlunar sem samþykkt var síðastliðið vor. Hafa vaskir starfsmenn borgarinnar verið að endurmerkja götur og skipta út skiltum vegna lækkunar hraða víðsvegar um borgina en nýjar merkingar taka gildi jafnóðum og þær eru settar upp.

Skoðun