Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hótelin með snjóhengju skuldbindinga eftir faraldurinn

Formaður félags Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir að það muni taka hótelin tíma að koma rekstrinum í jafnvægi eftir hrun ferðaþjónustunnar í covid faraldrinum. Bankar og fleiri aðilar þurfi að sýna þeim skilning og stjórnvöld að jafna stöðu hótelanna gagnvart leiguíbúðum og hótelskipum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Takmarkar tímann sem veiðimenn hafa til að veiða rjúpu

Umhverfisráðherra ákvað í dag að stytta tímann sem veiðimenn fá til að veiða rjúpu yfir daginn til að bregðast við stöðu stofnsins. Verður óheimilt að hefja leit og veiðar fyrir hádegi þá daga sem leyft verður að veiða. Veiðitímabilið hefst þann 1. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Hvað þarf til?

Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar reglur stytta sóttkví og einangrun

Einangrun vegna Covid-19 getur styst varað í sjö daga og almenn krafa um sóttkví styttist úr sjö dögum í fimm með breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur gert á reglugerð. Breytingarnar eru sagðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis en þær taka gildi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dag­gæsla á vinnu­stað

Það er skortur á úrræðum fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Leikskólapláss eru af skornum skammti, biðlistar á frístundaheimili langir og dagforeldrum fer árlega fækkandi. Fjölskyldur flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta er trygg og lífsgæði mælast betri.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu séð til lands í næstu eða þarnæstu viku

Forsætisráðherra segir að flokkarnir þrír sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum gætu farið að sjá til lands í næstu eða þarnæstu viku. Búið er að setja niður texta um einstaka málaflokka en heildarmyndin liggur ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Leggja drög að stjórnarsáttmála

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Bergþór og Laufey eiga von á barni

Laufey Rún Ketilsdóttir starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eiga von á barni. Laufey tilkynnti þetta á Instagram í kvöld og sagði að von væri á barninu í byrjun sumars.

Lífið
Fréttamynd

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C

Skoðun
Fréttamynd

Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi

Píratar mælast nú með 11,7 prósenta fylgi en fengu 8,6 prósent í Alþingiskosningunum. Viðreisn bætir einnig við sig og fer úr 8,3 prósentum í 10 prósent. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn bæta lítillega við sig en Miðflokkurinn fer undir 5 prósent.

Innlent
Fréttamynd

„Síðasti naglinn í líkkistu þessara kosninga“

Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem kærði framkvæmd Alþingiskosninganna er viss um að uppkosning fari fram í kjördæminu, sérstaklega í ljósi þeirra gagna sem komu fram í málinu í gær. Það sé eini möguleikinn í stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta snýst um rétt­læti ekki þægindi“

Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk sagðist ekkert hafa átt við kjör­gögnin

Ekkert bendir til að átt hafi verið við kjörgögn úr Norðvesturkjördæmi sem skilin voru eftir óinnsigluð á talningarsalnum á Hótel Borgarnesi sunnudaginn 26. september. Starfsfólk hótelsins gekk hins vegar um salinn, sem gögnin voru geymd í, án þess að nokkur úr kjörstjórn væri viðstaddur. 

Innlent