Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum

Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krist­rún segir traustið á sölu­ferlinu horfið

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli.

Innlent
Fréttamynd

Magnús segir þung­bært að sjá greiddar bætur til fólks sem kom fjór­menningunum í fangelsi

Magnús Leópoldsson, einn þeirra fjögurra sem sat að ósekju rúma hundrað daga í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum, segir það þungbært fyrir sig og félaga sína horfa upp á fólkið sem dró þá saklausa inn í málið nú fá greiddar „himinháar bætur, án þess að fyrir liggi niðurstaða Hæstaréttar um hvort og hvað þá hvaða áhrif sök þeirra eigi að hafa á bótagreiðslur.“

Innlent
Fréttamynd

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ákvörðunin „stór og rétt“

Þingmaður Viðreisnar hvatti til þess á Alþingi í dag að starfsmenn rússneska sendiráðsins á Íslandi yrðu sendir úr landi. Utanríkisráðherra kveðst ekki útiloka slíkar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Traustið á sölu­ferli Ís­lands­banka horfið

„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“

Skoðun
Fréttamynd

For­maður Fram­sóknar vankaður eftir svall á Búnaðar­þingi

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn hefur ekki áhyggjur

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan.

Innlent
Fréttamynd

Sameining

Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóri vaknar í í­búða­lausri borg

Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarga geð­deildir lífi fólks eða hvað?

Í lífsins mestu örvæntingu leita einstaklingar til fagfólks á geðdeild til að fá faglega og gagnreynda aðstoð, því það vill fá sérhæfðustu og bestu hjálp sem völ er á til að bjarga lífi sínu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst birta lista yfir kaup­endur í Ís­lands­banka ef lög leyfa

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur leitað til Bankasýslu ríkisins og óskað eftir lista yfir þá sem keyptu hlut í Íslandsbanka í útboðinu sem fram fór á dögunum þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut í bankanum. Hann segir listann verða birtan telji Fjármálaeftirlit Seðlabankans slíkt standast lög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Askur – fram­tíðin á sviði mann­virkja­gerðar

Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar.

Skoðun
Fréttamynd

Segist hafa látið um­mælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Sigurðar óverjandi

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag.

Innlent