Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Innlent
Fréttamynd

Hags­munir Evrópu í orku­málum stangast á við okkar hags­muni

Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Eitt lag enn með Lilju

Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann.

Skoðun
Fréttamynd

Skað­semi vind­túr­bínu­vera á ís­lenska náttúru

Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Annarra manna peningar eru peningar okkar allra

Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­vanda­mál heil­brigðis­kerfisins

Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilis­læknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi!

Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. 

Skoðun
Fréttamynd

Tölu­verðar líkur á leiðindaveðri á kjör­dag

Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar.

Innlent
Fréttamynd

Jane Goodall hvetur ís­lensk stjórn­völd til að hætta hval­veiðum

Kæri forseti Halla Tómasdóttir, kæri forsætisráðherra Bjarni Benediktsson, Ég heiti Jane Goodall, og ég hef helgað lífi mínu vernd og velferð villtra dýra. Og reyndar líka þeirra sem lifa í haldi manna, en sérstaklega villtra simpansa, og nú nýlega einnig fíla, mauraæta, höfrunga og hvala.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar enda skatta­hækkanir?

Í aðdraganda kosninga hafa margir stjórnmálaflokkar boðað skattahækkanir af því þeir ætla að leysa öll vandamál samfélagsins með auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um að­gerðir gegn þjóðar­morði í Gaza

Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­félag án Pírata

Hvað aðgreinir Pírata frá öðrum flokkum? Erum við ekki bara með sömu stefnu og aðrir flokkar í húsnæðismálum, efnahagsmálum, menntamálum o.fl.?

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í for­ystu fyrir meira og hag­kvæmara hús­næði

Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­orka til garðyrkju­bænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst?

Kosningar verða yfirstaðnar eftir viku. Þegar fólk gengur til kosninga þá langar mig til þess að minna fólk á hvaða flokkar það voru sem samþykktu 3ja orkupakkann á Alþingi 2019. Það var Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Vinstri Grænir, Viðreisn, Samfylking og Píratar sem samþykktu þetta, þrátt fyrir varnaðarorð sérfræðinga innan Orkunnar okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Skaga­menn glöddu lítið hjarta

Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði.

Skoðun
Fréttamynd

Betra veður fyrir íþrótta­krakkana okkar!

Á ferð minni um okkar víðfema og fallega kjördæmi hef ég lent í allskyns vandræðum í öllum veðrum nú í nóvember. Ég er sannarlega ekki einn um það enda vegir landsins uppfullir af spennandi frambjóðendum í leit að sem flestum samtölum við fólkið í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Vondar hug­myndir í verð­bólgu

Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálg­ast hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins um stækk­un kök­unn­ar án skattahækkana sem ein­hvers kon­ar flökku­sögu, þrátt fyrir þá ótrú­legu lífs­kjara­sókn sem hef­ur átt sér stað á Íslandi und­an­far­inn ára­tug.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf ég að flytja úr landi?

Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á bak við aug­lýsingarnar um Dag en skráður í Sam­fylkinguna

Harðorðar auglýsingar, sem beinast með neikvæðum hætti að Degi B. Eggertssyni frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra, hafa verið áberandi í stærstu fjölmiðlum landsins síðustu daga. Maðurinn á bak við auglýsingarnar segist vilja vekja fólk til umhugsunar, enginn ósómi sé í þeim. Hann er sjálfur skráður í Samfylkinguna en ætlar ekki að kjósa flokkinn í komandi kosningum.

Innlent