Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hvers vegna ekki Samfylkingu?

Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á sér merkilegar rætur eða allt aftur til hugmynda Nóbelsskáldsins okkar um samfylkingu allra vinstri manna, og var á sínum tíma mikill vonarneisti í stjórnmálum, meðal annars minn.

Skoðun
Fréttamynd

Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum

Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu.

Innlent
Fréttamynd

Virðing

Virðing er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar við tölum um fólkið okkar sem í dag er orðið fullorðið og lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Heppni

Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki

Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar standa með sjómönnum

Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki

Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni.

Skoðun
Fréttamynd

Skammastu þín Guðni Ágústs­son!

Undanfarna daga og vikur hef ég fengið upplýsingar úr ýmsum áttum og frá fyrstu hendi um að Guðni Ágústsson hafi brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig allt á að verða betra

Ég er í framboði og á undanförnum vikum þá hef ég þónokkuð oft bæði fengið spurninguna og séð spurningar sem eru eitthvað á þessa leið: Hvernig ætlið þið að gera allt betra?

Skoðun
Fréttamynd

Senu­­þjófar kosninga­bar­­áttunnar

Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki.

Lífið
Fréttamynd

Tökum í hornin á tudda

„Metoo - og hvað svo?“ Erlendis eru þeir barnaníðingar sem í skjóli valdastöðu sinnar hafa áratugum saman komist upp með glæpinn nú sóttir til saka og sekir fundnir.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin ræðst á forsjálni

Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru.

Skoðun
Fréttamynd

Mælan­leg vinstri sveifla viku fyrir kosningar

Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu

Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað eru 50% af engu?

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur.

Skoðun
Fréttamynd

Endur­komu­leið ör­yrkja í landi tæki­færanna

Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna ekki Flokk fólksins?

Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum.

Skoðun