Guðmundur Árni snýr aftur í pólitík eftir sextán ár í utanríkisþjónustunni Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn, sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir kosningarnar í maí. Innlent 12. janúar 2022 23:33
Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Innlent 12. janúar 2022 22:26
Hætta við þéttingu byggðar við Bústaðaveg Hætt hefur verið við hugmyndir um þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í Reykjavík. Innlent 12. janúar 2022 13:49
Benedikt gæti blandað sér í toppslaginn í Reykjavík Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er sagður liggja undir feldi eftir að samþykkt var að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor, fyrr í vikunni. Klinkið 12. janúar 2022 12:40
Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. Innlent 12. janúar 2022 11:35
Verbúðin Ísland Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. Skoðun 12. janúar 2022 11:30
Sabine býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og varaforseti borgarstjórnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Innlent 12. janúar 2022 11:00
„Karlarnir eru sjóðillir“ Bullandi ágreiningur er innan atvinnuveganefndar og þeir sem stunda strandveiðar eru ósáttir við að ráðherra hafi með reglugerð skert þorskveiðiheimildir smábátaeigenda. Innlent 12. janúar 2022 10:36
Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður. Skoðun 12. janúar 2022 09:30
Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Eftir að hafa hlustað á viðtal þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni við Ingu Sæland formann Flokk fólksins í gær, þann 11.1., get ég ekki annað sagt en að ég hafi orðið hálf orðlaus yfir framkomu formannsins. Og þá ekki síður við viðbrögðum fólks eftir á, sem mér fannst einna merkilegust. Skoðun 12. janúar 2022 09:01
Gleðilegt ár? Nýtt ár markar nýtt upphaf, vonandi upphafið að einhverju farsælu. Þó faraldurinn herji enn á okkur og smittölur séu háar erum við vonandi að sjá upphafið að endalokum covid, a.m.k. í þeirra mynd sem það hefur markað líf okkar síðastliðna 23 mánuði. Skoðun 12. janúar 2022 08:30
Ketill Sigurður vill eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Ketill Sigurður Jóelsson viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí í vor. Innlent 12. janúar 2022 07:56
Spítalinn þoli ekki tvo daga í viðbót í óbreyttu ástandi Sóttvarnalæknir segir að óbreyttu stefna í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfinu. Búast megi við yfir þúsund smitum á dag út mánuðinn sem Landspítalinn segist engan veginn ráða við. Stjórnvöld framlengdu samkomutakmarkanir um þrjár vikur í dag. Innlent 11. janúar 2022 19:56
Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. Innlent 11. janúar 2022 19:00
Varaformaður Samfylkingarinnar vill annað sætið í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 11. janúar 2022 17:54
Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Innlent 11. janúar 2022 14:03
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. Innlent 11. janúar 2022 13:30
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. Innlent 11. janúar 2022 12:10
Inga skaut fast í ýmsar áttir í fjörugu viðtali Nýr heilbrigðisráðherra, stjórnvöld, þáttastjórnendur Bítisins á Bylgjunni, fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson og kaffið í Bylgjustúdíóinu á Suðurlandsbraut fengu að heyra það þegar Inga Sæland mætti í viðtal í Bítið í morgun. Innlent 11. janúar 2022 10:57
Viðbrögð Willum við minnisblaði Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tillögur vegna stöðunnar í faraldrinum hér á landi. Innlent 11. janúar 2022 10:00
Már og Þórólfur ræddu sóttvarnaaðgerðir fyrir velferðarnefnd Már Kristjánsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar á Landspítalanum, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verða gestir á opnum fjarfundi velferðarnefndar klukkan 10 í dag. Efni fundarins er framkvæmd sóttvarnaaðgerða. Innlent 11. janúar 2022 09:16
Skúli vill þriðja sætið Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum. Innlent 11. janúar 2022 08:26
Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri. Innlent 10. janúar 2022 22:34
Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. Klinkið 10. janúar 2022 22:08
Willum kominn með minnisblaðið frá Þórólfi sem verður tekið fyrir á morgun Sóttvarnalæknir hefur nú skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að sóttvarnaráðstöfunum innanlands en núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudag. Ríkisstjórnin mun fara yfir tillögur Þórólfs á fundi sínum á morgun. Innlent 10. janúar 2022 18:11
„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Innlent 10. janúar 2022 11:59
Jöfnunarsjóður sniðgengur börnin í borginni þrátt fyrir 83 milljarða framlag borgarbúa á næsta kjörtímabili Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Skoðun 10. janúar 2022 11:01
Þórdís Kolbrún eina konan með titil Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins. Klinkið 10. janúar 2022 10:01
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. Innlent 10. janúar 2022 08:18