Tvöfalt Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2023 17:01 Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Næstu dagar munu hafa úrslitaáhrif á stöðu efnahagsmála hér á landi, en þá kemur ríkisstjórnin til með að leggja fram og ræða þýðingarmikla fjármálaáætlun á þinginu. Forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að sameining stofnana sé yfirvofandi, hætt verði við framkvæmdir og skattar hækkaðir sem viðbragð við tólftu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Viðreisn hefur lengi talað fyrir því að grípa þurfi í taumana varðandi útgjaldaaukningu hins opinbera sem nú á væntanlega að draga til baka í einhverri mynd. Við getum því ekki annað en verið jákvæð gagnvart því að loksins sé verið að bregðast við. En það er annað og stærra mál sem ríkisstjórnin forðast að horfast í augu við. Hvers vegna eru vextir á Íslandi tvöfalt hærri en í nágrannalöndunum þó að verðbólgustigið sé svipað? Forsætisráðherra sagði við fyrirspurn frá mér fyrr í vetur að þetta skýrðist af stærra samhengi. Ítarlegri greining fékkst ekki. Ekki jafnt gefið Eftir nýjustu vaxtahækkun Seðlabankans verður þessi spurning sífellt áleitnari. Það er ekki hægt að skella skuldinni á bankann. Því svarið leynist í þeim pólitíska veruleika að vaxtaákvarðanir hans ná aðeins til hluta hagkerfisins. Það er pólitísk ákvörðun að um þriðjungur hagkerfisins hefur heimild til að taka lán í erlendum gjaldmiðlum og greiða þar af leiðandi helmingi lægri vexti en aðrir og það er pólitísk ákvörðun að halda almenningi og minni fyrirtækjum föstum í krónuhagkerfi. Á sínum tíma tók ég þátt í því að greiða fyrir löggjöf, sem heimilaði útflutningsfyrirtækjum að nota erlenda gjaldmiðla í reikningshaldi sínu sem greiddi götur þeirra til að geta tekið lán í erlendum gjaldmiðlum. Þessu fylgir margfalt hagræði fyrir fyrirtækin. Þau geta notað gjaldmiðil, sem mælir raunverulega verðmætasköpun og samkeppnisstöðu. Gjaldmiðil sem aðrir þekkja og viðurkenna, því það gleymist oft í umræðunni að við erum eina þjóðin í heiminum sem notar íslensku krónuna og íslenskur almenningur borgar þá sérstöðu dýru verði. Þegar Seðlabankinn hækkar vexti tvöfalt meira en í Evrópu þurfa einstaklingar og flest lítil og meðalstór fyrirtæki að bera þær byrðar sem má með réttu nefna krónuskatt, meðan útflutningsfyrirtækin sleppa. Þetta misrétti er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef alltaf viljað stíga skrefið til fulls og tryggja öllum, ekki bara útflutningsfyrirtækjum, sömu aðstöðu. Tvöfalt kerfi Efnahagsstefnan á að miða að því að tryggja sem besta samkeppnisstöðu allra - einstaklinga og fyrirtækja. Það var því vissulega skref í rétta átt þegar útflutningsfyrirtækin gátu bæði tekið lán í erlendum gjaldmiðlum og notað þá í sínum viðskiptum. Satt best að segja gat ég ekki ímyndað mér, þegar heimildin fyrir útflutningsfyrirtækin var opnuð, að hér yrði mynduð ríkisstjórn sem segði í stjórnarsáttmála að það væri andstætt hagsmunum Íslands að allir sætu við sama borð að þessu leyti. Það er ekki land jafnra tækifæri sem skiptir vaxtabyrðinni með þessum hætti. Þar sem þyngstu byrðarnar eru lagðar á þau sem minnsta getu hafa en mun léttari byrðar á þau sem betur standa. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun