Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þrjár lexíur á liðnu ári

Kaupmáttur hefur aukist þrátt fyrir efnahagsáfallið og hefur aldrei verið meiri, en undanfarin ár hafa ráðstöfunartekjur aukist mest hjá tekjulægri hópum. Þessa stöðu þurfum við að verja af öllum mætti, bæði í komandi kjaraviðræðum og ákvörðunum um útgjöld hins opinbera næstu misseri. 

Umræðan
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum

Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn.

Skoðun
Fréttamynd

240 milljónir fóru í ráðherrabílana

Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

2021: Slæmt ár fyrir frjálslyndi og frelsi

Árið 2021 markaðist af auknu valdi kerfisins, skertum áhrifum lýðræðis og framsókn hinnar nýju rétttrúnaðarreglu. Á árinu 2021 birtust ótvíræð merki um að mistekist hefði að læra af sögunni og því væri verið að endurtaka fyrri mistök og fórna um leið árangri liðinna ára.

Umræðan
Fréttamynd

Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum

Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.

Innherji
Fréttamynd

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.

Innlent
Fréttamynd

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug vill endur­skoða ein­angrun barna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar.

Innlent
Fréttamynd

Willum segir foreldra ráða

Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilhjálmur með Covid-19

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða.

Innlent
Fréttamynd

Velsæld og verðmætasköpun nýrra tíma

Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem breytingar gagnast samfélaginu öllu, að þau tækifæri sem þær fela í sér nýtist öllum og við fylgjum skýrri framtíðarsýn. Að tryggja að breytingarnar auki verðmætasköpun sem öll fá sanngjarna hlutdeild í og treystir velsæld alls almennings. Þetta er verkefni næstu ára.

Umræðan
Fréttamynd

Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis

Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun.

Innlent
Fréttamynd

Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Fer fram á að ríkis­stjórnin for­dæmi á­kvörðun Per­sónu­verndar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir

Fjár­mála­ráðu­neytið telur að úr­ræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við halla­rekstur sinn og veiki skatt­kerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úr­ræðið fram­lengt út næsta ár.

Innlent