Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Óli Björn og öfundsjúka liðið

Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja.

Skoðun
Fréttamynd

Endurnýjun á flokksforystu Sjálfstæðisflokks sé ekki ávísun á fylgisaukningu

Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur vangaveltur Páls Magnússonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvort fullreynt sé að flokkurinn nái árangri með núverandi forystu, geta verið vísir að ákalli um að stokkað verði upp í flokksforystunni á næstu árum, en bendir á að endurnýjun á flokksforystu sé ekki ávísun á fylgisaukningu.

Innlent
Fréttamynd

Peninga til spítalans strax

Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september.

Innlent
Fréttamynd

Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið!

Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær.

Skoðun
Fréttamynd

Við heyrum í ykkur

„Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben

Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni.

Innlent
Fréttamynd

Tískuorð stjórnmálanna

Eitt vinsælasta tískuhugtakið í orðabók stjórnmálamanna er nýsköpun. Stjórnmálamenn eru duglegir að tala um hvað nýsköpun sé frábær og mikilvægi þess að leggja áherslu á hana. Þeir tala um nýsköpun á þessu sviði og nýsköpun á hinu sviðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Traust forysta VG!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi.

Skoðun
Fréttamynd

For­stjóri Barna­verndar­stofu færir sig um set

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Réttindi fólks í kyn­lífs­vinnu

Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfnuður skapar sterkt samfélag

Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Loks búið að boða formlega til kosninga

Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sterkara heil­brigðis­kerfi

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Frítt fyrir börnin

Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja?

Skoðun
Fréttamynd

Hið raun­veru­lega lím ríkis­stjórnar

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg.

Skoðun
Fréttamynd

Smit frestar aðalfundi Pírata

Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Innlent
Fréttamynd

Ný framtíð

Ég skipa oddvitasæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Ég er bæði stoltur af þeim heiðri og trausti sem vér er veitt en einnig tek ég því af auðmýkt og undirstrika að stjórnmálamenn eiga að vera þjónar ekki herrar.

Skoðun
Fréttamynd

Betur sjá augu en auga

Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til

Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum.

Innlent