Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Örlagastund í sóttvörnum

Sóttvarnalæknir er búinn að útbúa minnisblað um aðgerðir innanlands og ríkisstjórnin fundar á morgun. Mín tilfinning er að þetta sé einn krítískasti tíminn í baráttunni við veiruna, þar sem upplýsingagjöf hefur verið misvísandi og mikið óþol komið í marga.

Skoðun
Fréttamynd

Boðað verður til ríkis­stjórnar­fundar þegar minnis­blaðið berst

Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 

Innlent
Fréttamynd

Birgir og Erna leiða lista Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig?

Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Unga fólkið og frysti­húsin

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt. Við tækifærið fóru valdir einstaklingar með nokkur orð um tímamótin og var eitt sérstaklega áberandi í máli þeirra allra. Öll áréttuðu þau að þó ástæða væri til að fagna hafi ferðalagið ekki alltaf verið auðvelt og þau vissu sem væri, að ekkert er í hendi.

Skoðun
Fréttamynd

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg

Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Innlent
Fréttamynd

Óléttri konu með smábarn vísað úr landi

Sýrlensk fjölskylda segir að ekkert bíði sín annað en örbirgð og vonleysi á götum Grikklands, eftir að Útlendingastofnun tilkynnti þeim í síðustu viku um að umsókn þeirra um hæli verði ekki tekin til meðferðar. Hjónin óttast um framtíð tveggja ára dóttur sinnar og ófædds barns sem konan ber undir belti.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum.

Innlent
Fréttamynd

Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum

Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum

Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum segir nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða á landamærum vegna nýrrar stöðu í faraldri kórónuveirunnar hér á landi. Hann telur sterkar líkur á að fólk þurfi endurbólusetningu gegn nýjum afbrigðum á borð við hið bráðsmitandi delta afbrigði.

Innlent