Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. Innlent 15. febrúar 2022 22:03
Öllum lögfræðingum Rauða krossins sagt upp störfum Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess. Innlent 15. febrúar 2022 18:41
Teitur Björn verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi. Innlent 15. febrúar 2022 17:52
Kristrún og framtíðin Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð. Klinkið 15. febrúar 2022 17:01
Segir Ingu hræsnara fyrir að vilja banna blóðmerahald Blóðmerabóndi segir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hræsnara fyrir að hafa lagt fram frumvarp á þingi um bann á blóðmerahaldi. Frumvarpið sé aðför að fátæku fólki, sem Inga hafi sagst berjast fyrir. Innlent 15. febrúar 2022 15:54
Síminn segir framtíð RÚV betur borgið utan samkeppnismarkaðar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins leggur aftur fram frumvarp um að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Síminn fagnar framkomu málsins í umsögn og segir ánægjulega afleiðingu þess að hið opinbera fari af samkeppnismarkaði verði betra ríkisútvarp. „Ríkisútvarp þar sem dagskrárákvarðanir verða loks teknar af dagskrárstjóra en ekki auglýsingadeild.” Innherji 15. febrúar 2022 15:35
Eyjólfur sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Eyjólfur Gíslason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar. Innlent 15. febrúar 2022 14:40
Magnús D. Norðdahl býður sig fram hjá Pírötum í borginni Magnús D. Norðdahl lögmaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Pírata í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Innlent 15. febrúar 2022 13:08
Öllu aflétt eftir tíu daga og jafnvel fyrr Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum eftir tíu daga og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa. Einangrun verði þá einnig aflétt en ráðherra hvetur þá sem veikjast til þess að halda sig heima - líkt og í öðrum veikindum. Innlent 15. febrúar 2022 11:49
Ingvar vill leiða Garðabæjarlistann Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, býður sig fram til að leiða Garðabæjarlistann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Innlent 15. febrúar 2022 11:32
Helga Jóhanna stefnir á þriðja sætið Helga Jóhanna Oddsdóttir býður sig fram í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helgu Jóhönnu sem hefur undanfarin tvö ár starfað sem sviðsstjóri rekstrarsviðs HS Veitna. Innlent 15. febrúar 2022 10:31
Gígja stefnir á 4. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Gígja Sigríður Guðjónsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fer fram 26. febrúar næstkomandi. Innlent 15. febrúar 2022 09:22
Þórdís fer fram gegn nöfnu sinni Þórdís Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hefur ákveðið að sækjast eftir oddvitasætinu í prófkjöri Viðreisnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Nafna hennar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti, sækist einnig eftir fyrsta sætinu. Innlent 15. febrúar 2022 07:28
Helga býður sig fram í 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, hefur boðið sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Innlent 14. febrúar 2022 14:30
Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. Innlent 14. febrúar 2022 13:39
Framfarir í Garðabær byggja á nýsköpun Ég hef skýra framtíðarsýn fyrir Garðabæ. Hún byggir á traustum fjárhag og nýsköpun í þjónustu og rekstri – sem kristallast í framsækinni þjónustu, velsæld íbúa á öllum aldri og fjölbreyttum lífsgæðum í nærumhverfinu. Skoðun 14. febrúar 2022 11:00
Steinþór Jón vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjanesbæ Steinþór Jón Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Innlent 14. febrúar 2022 10:53
Rekstur borgarinnar háður arðgreiðslum dótturfyrirtækja Rekstur Reykjavíkurborgar eru háður því að borgin fái arðgreiðslur frá fyrirtækjum í eigu borgarinnar, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur, malbikunarstöðinni Höfða og öðrum fyrirtækjum. Innherji 14. febrúar 2022 09:30
Birgitta Rún vill fimmta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanesbæ Birgitta Rún Birgisdóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ í vor. Innlent 14. febrúar 2022 08:28
Verbúðin er enn okkar saga Mér finnst eins og þjóðin hafi setið límd við sjónvarpsskjáinn í gær. Síðustu vikurnar hafa kaffistofur landsmanna rætt síðasta þátt og um leið rifjað upp tímann sem var, fatnaðinn, reykingarnar og hártískuna og lífið í verbúðinni. Skoðun 14. febrúar 2022 07:00
Við viljum bara einfaldara líf Í Silfrinu í gær ræddi reynt sveitarstjórnarfólk um mikilvægi þess að einfalda þjónustuna fyrir fólk. Að einfalda lífið fyrir íbúa Reykjavíkur er ástæðan fyrir því að ég fór í pólitík og að því hef ég unnið í borgarstjórn á þessu kjörtímabili. Skoðun 14. febrúar 2022 06:00
Sonur Lilju Rannveigar við góða heilsu eftir slys Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir betur hafa farið en á horfðist þegar sonur hennar slasaðist í fjárhúsum í gær. Hún segir það helst hafa verið áfall en strákurinn er nú við góða heilsu. Innlent 13. febrúar 2022 23:38
Dagur leiðir listann og Heiða Björg í öðru sæti Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag en valið fór fram með rafrænum hætti um helgina. Alls greiddu 3.036 flokksfélagar og stuðningsmenn atkvæði og var kjörsókn því um 50,2 prósent. Innlent 13. febrúar 2022 19:37
Þingmaður VG segir mikilvægt að öryggi íbúa sé tryggt: „Við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi“ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir skotárásir undanfarið hafa vakið upp óhug meðal margra en hún segir mikilvægt að Ísland sýni frumkvæði í að tryggja öryggi borgara. Hún hafi verið með í undirbúningi frumvarp um endurskoðun skotvopnalaga en ákveðið að leggja það ekki fram þar sem stjórnarfrumvarp þess efnis er í farvatninu. Innlent 13. febrúar 2022 19:27
Sýnum frumkvæði Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Skoðun 13. febrúar 2022 18:30
Segir skelfilega stöðu komna upp Dómsmálaráðherra segir það skelfilega þróun að skotárásir séu orðnar eins tíðar og raunin hefur verið að undanförnu. Hann telur að bæta þurfi rannsóknarheimildir lögreglu til að taka á skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 13. febrúar 2022 16:04
Hannes vill fjórða sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Hannes Steindórsson, fasteignasali og formaður félags fasteignasala, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Hann sækist eftir fjórða sæti. Innlent 13. febrúar 2022 13:30
Jórunn Pála vill fjórða sæti hjá Sjálfstæðiflokknum í borginni Jórunn Pála Jónasdóttir sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem mun fara fram í mars. Innlent 13. febrúar 2022 13:26
Dagur í lífi Helgu Völu: Fjölskyldukona og forfallinn körfuboltaunnandi Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar elskar að vera í kringum fólk en er líka dálítið prívat að eigin sögn. Hún er mikil fjölskyldukona og finnst starf sitt einstaklega skemmtilegt. Hún segir körfuboltann vera drottningu íþróttanna og hraður leikurinn henti hennar öra eðli einkar vel. Frítíminn 13. febrúar 2022 13:02
Átakshópur í húsnæðismálum skilar tillögum í apríl Átakshópur á vegum þjóðhagsráðs verður endurvakinn og á að skila tillögum að lausnum í húsnæðismálum í apríl. Forsætisráðherra segir húsnæðisskort blasa við og grípa þurfi til aðgerða til að auka fraboðið. Innlent 12. febrúar 2022 23:46