Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Til varnar strandveiðum

Það vakti athygli að sjá Aðalheiði Ámundadóttur, fréttastjóra hjá Fréttablaðinu, gera lítið úr strandveiðum í leiðara sem birtist í blaðinu í gær. Okkur virtist hún taka undir málflutning Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem sagði að sauðfjárrækt væri áhugamál en ekki atvinna. Aðalheiður sér handfæraveiðar sem rómantískt áhugamál en ekki atvinnu. Því fer fjarri.

Skoðun
Fréttamynd

Jökullaust Okið

Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu.

Skoðun
Fréttamynd

Há­værir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra

Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Betra fyrir barnafólk

Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi

Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn Egilsdóttir er látin

Þórunn Egils­dóttir, þing­maður Fram­sóknar­flokksins, er látin eftir bar­áttu við brjósta­krabba­mein. Hún lést á sjúkra­húsinu á Akur­eyri í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Skuldaskil Steingríms J. Sigfússonar við sósíalismann

Nú hefur Alþingi verið slitið í aðdraganda kosninga sem fram fara 25. september í haust. Fráfarandi forseti Alþingis, Steingrímur Jóhann Sigfússon, lætur nú af störfum sem Alþingismaður eftir langan og viðburðaríkan stjórnmálaferil.

Skoðun
Fréttamynd

Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange

Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur.

Innlent
Fréttamynd

„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“

Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir loddarar lofa vegi

Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú.

Skoðun
Fréttamynd

Höfuðið hefur misst vitið

Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna.

Skoðun
Fréttamynd

Við karlmenn

Sú umræða sem nú fer fram um kynferðislega áreitni og annað kynferðisofbeldi gegn konum og ungum stúlkum setur okkur mörg af minni kynslóð í einkennilega stöðu. Ástæðan er ekki sú að við viljum ekki horfast í augu við vandann heldur kunnum við það ekki.

Skoðun