Af hverju Fjarðarheiðargöng? Hildur Þórisdóttir skrifar 21. júlí 2022 18:00 Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Fjarðabyggð Byggðamál Alþingi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Hann gleymdi jú að nefna í umfjöllun sinni að stór hluti þess kostnaðar sem hin 13,3 km löngu göng munu koma til með að kosta munu skila sér tilbaka í formi skatta sem rennur tilbaka í ríkissjóð. Að göngin muni koma til með að kosta á bilinu 45-47 milljarða kr. er því afar mikil einföldun þegar upp er staðið. Einnig var skautað fimlega framhjá því að verið er að tengja saman byggðakjarna í rúmlega 5000 manna sveitarfélagi þar sem það var beinlínis forsenda sameiningar að bætt yrði úr samgöngum milli kjarnanna í Múlaþingi svo svæðið allt geti orðið eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ennfremur var ekki mikið gert úr þeirri staðreynd að hin sameiginlegi vettvangur sveitarfélaga á Austurlandi, SSA, hefur ár eftir ár ályktað að næstu jarðgöng á Austurlandi skulu vera undir Fjarðarheiði. Sveitarfélög á Austurlandi hafa komið sér saman um forgangsröðunina sem hefur verið skýr um árabil og Alþingi hefur loksins hlustað! Það var því sérstakt að fá þessu umfjöllun fram í ljósi þess að ákvörðun hefur verið tekin eins og glöggt má sjá í samgönguáætlun Alþingis en göngin fara í útboð í haust. Ríkið hefur kostað til miklum fjármunum við rannsóknir og undirbúning sem nú er lokið en Vegagerðin kynnti þá vinnu nýverið. Hafist verður handa við gerð gangnanna seinnipart næsta árs og það er ekki ofsögum sagt að íbúar í Múlaþingi og Austurlandi öllu bíði með eftirvæntingu eftir þessari langþráðu samgöngubót. Íbúar á Seyðisfirði búa við samgönguleysi sem hvergi þekkist á hinu byggða bóli. Um Fjarðarheiði liggur hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða. Snjóþyngslin og veðuraðstæður eru eftir því enda fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gerðar er til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög og er auk þess tenging til Evrópu með Norrænu, sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar allt árið um kring. Íbúafækkun og þróun í atvinnulífi síðustu áratuga bera ófagurt vitni um það samgönguleysi sem þjakað hefur einn fallegasta bæ Austurlands. Göngin munu gjörbylta aðstæðum fyrir Seyðisfjörð sem er um margt líkur Siglufirði en þar hafði sambærileg þróun átt sér stað áður en Héðinsfjarðargöngin voru opnuð í október 2010. Síðan þeirri gangnagerð lauk hefur íbúafjöldi aftur farið upp á við og Siglufjörður orðið einn eftirsóttasti áfangastaður Norðurlands. Í viðtali við innviðaráðherra í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, kemur fram að tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Sigurður Ingi nefnir ennfremur að göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu og munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi öllu. Ekki hefur verið unnið að gangnagerð á Íslandi síðan Dýrafjarðargöngin voru opnuð í október 2020 og því löngu tímabært að hefja gangnagerð að nýju. Gjarnan hefur verið horft til vina okkar í Færeyjum í þeim efnum, sem hafa sinnt sinni byggðastefnu vel með jarðgangagerð. Nú er lag að horfa til þeirra sem hafa farið á undan okkur Íslendingum með góðu fordæmi og gert göng sem eru mun lengri og kostnaðarsamari en Fjarðarheiðargöng. Þetta er nefnilega alveg hægt en þá þurfa menn líka að þora að hugsa stórt og landið sem eina heild sem þarf að halda í byggð. Það verður ekki gert með öðrum hætti en greiðum samgöngum sem munu alltaf koma til með að kosta en munu borga sig margfalt þegar upp er staðið. Kristján Már veit jafnvel og við hin að byggðalög landsins eiga allt sitt undir greiðum samgöngum. Höfundur situr í sveitarstjórn Múlaþings og stjórn SSA og Austurbrúar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun