Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Leggur fram til­lögu um þing­rof og kosningar í nóvember

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sprungin

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að rjúfa þing og boða til kosninga í lok nóvember. Hann ætlar sér sjálfur að vera áfram formaður og gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum. Bjarni fer á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, klukkan níu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Kraumar í kennurum vegna um­mæla Einars

Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­hags­staða sveitar­fé­laga býður ekki upp á aukna skuld­setningu

Fjárfesting sveitarfélaga jókst um meira en fimmtung á liðnu ári þegar hún var samtals nálægt áttatíu milljarðar en þungur rekstur þýddi að þær fjárfestingar voru að hluta fjármagnaðar með lántökum sem jók enn á skuldirnar. Ekki er hins vegar útlit fyrir að sveitarfélagastigið megi við lækkandi fjárfestingarstigi á komandi árum, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vill að virðisaukaskattur á fjárfestingar þeirra verði afnumin.

Innherji
Fréttamynd

Hægt að hafa vinnu­frið „ef engin er vinnan“

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er búið. Kjósum!

Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfs­mark Fram­sóknar­flokksins í Grafar­vogi

Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. 

Skoðun
Fréttamynd

Dag­björt eyddi færslu eftir hörð við­brögð

Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um mál Yazan Tamimi og að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi hringt í ríkislögreglustjóra í tengslum við málið. Hún eyddi færslunni nokkrum klukkutímum eftir birtingu þegar hún vakti hörð viðbrögð í athugasemdakerfinu. 

Innlent
Fréttamynd

Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér

„Ég er auðvitað ósammála þessari nálgun á málið. Ég held að almenningur allur sé sammála um það að það sé kjarnahlutverk Orkuveitunnar að sjá borgarbúum fyrir vatni og orku. Það er í kringum þá starfsemi sem Orkuveitan er stofnuð. Staðreyndin er sú að í sögulegu samhengi þá hefur félagið áður farið út af sporinu og ráðist í verkefni sem eru ekki í þágu borgarbúa með beinum hætti og þessi verkefni hafa alltaf dregið dilk á eftir sér.“

Innlent
Fréttamynd

Of vand­ræða­legt fyrir Sjálf­stæðis­flokkinn að halda á­fram

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn sem situr á­fram fyrir sig, ekki þig

Til núverandi stjórnarsamstarfs var stofnað á grundvelli pólitískrar inneignar Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi formanns Vinstri grænna. Um það efast sennilega enginn sem leyfir sér að horfa á stöðu mála af sanngirni og raunsæi.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin á hengi­flugi

Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“

Innlent
Fréttamynd

Ellefu tímar sár­þjáður á bráða­mót­töku

Þingmaður Flokks fólksins lýsir þrautagöngu vinar síns og skjólstæðings, sem þurfti að bíða sárþjáður í sjö klukkustundir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann segir neyðarástand blasa við í heilbrigðismálum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land má ekki vera sölu­vara er­lendra glæpagengja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að allir þeir sem koma að landmærum Íslands til að sækja um hæli verði tafarlaust sendir til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um vernd á Íslandi. Þá væri ekki hægt að ætlast til að Íslendingar aðlagi sig að menningu og siðum þeirra sem hingað flytja, heldur verði fólk sem vilji búa hér að aðlaga sig að íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráða­mót­töku!

Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel.

Skoðun
Fréttamynd

Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi

Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga.

Skoðun
Fréttamynd

Safnast í kviku­hólfið en ó­mögu­legt að segja hve­nær gýs

„Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“

Innlent
Fréttamynd

Berum brjóstin

Í þessum mánuði er bleikur október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Því er viðeigandi að ræða brjóstakrabbamein og mikilvægi forvarna gegn því.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna ekki að kjósa strax?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur í villu og svima

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti.

Skoðun
Fréttamynd

„Með­vituð um að það eru veik­leikar í stjórnar­sam­starfinu“

„Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“   

Innlent
Fréttamynd

Engin niður­staða á fundi Sjálf­stæðis­flokksins

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 

Innlent
Fréttamynd

Klemmdar rass­kinnar Brynjars Níels­sonar

Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti.

Skoðun