Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Full­viss að Guð­rún standi með sér

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

Katrín tekur sæti í há­skóla­ráði HÍ

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefur tekið sæti í háskólaráði Háskóla Íalands til næstu tveggja ára. Meðal verkefna háskólaráðs er að marka heildarstefnu í málefnum háskólans og setja reglur um starfsemi háskólans á grundvelli laga. Þá fer háskólaráð með úrskurðarvald í málefnum skólans.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að fylgja þræði í hug­myndum borgarfulltrúans

Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir leiðinlegt að Borgarlínuframkvæmdir séu ekki komnar lengra en með nýjum samgöngusáttmála verði farið á fullt. Hann botnar lítið í hugmyndum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem ýmist stingur upp á fimmfalt dýrari lausn eða ódýrari. 

Innlent
Fréttamynd

Ein þjóð í einu landi

Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Sanna orðin vin­sælust

Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

VG er týnd

Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurf­um að leita í ræt­urn­ar og ákveða hvar vilj­um við staðsetja okk­ur í næstu kosn­ing­um og í mín­um huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is

Skoðun
Fréttamynd

„Kaldar kveðjur“ að hið opin­bera við­haldi spennu á vinnu­markaði

Það eru kaldar kveðjur til fyrirtækja og landsmanna ef hið opinbera ætlar ekki að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, að sögn framkvæmdastjóra SA, en hún segir að gögn sýni það „svart á hvítu“ að sá atvinnugeiri standi undir vexti í fjölgun starfa og viðhaldi því spennu á vinnumarkaði. Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir það hins vegar ekki rétt og bendir á að ef litið er til þróunar nýrra starfa eftir rekstrarformum þá hafi þeim fjölgað í takt við almennan vinnumarkað hjá ríki og sveitarfélögum.

Innherji
Fréttamynd

Kepp­endur, fyrir­myndir og for­dómar

Í dag hefst Ólympíumót fatlaðra, Paralympics, í París. „Ég er ekki að leika mér, ég er að keppa“ er yfirskrift herferðar sem Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra stendur fyrir í aðdraganda mótsins. Þetta er vitundavakning um fordóma og fornfáleg viðhorf sem fatlað íþróttafólk verður gjarnan fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Vill skoða neðan­jarðar­lest í stað Borgarlínu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að henni lítist ekki vel á uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem kynntur var í síðustu viku. Hún segir að fyrir þessar fjárhæðir hefði verið hægt að skoða neðanjarðarlest frekar en Borgarlínu.

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt að búið hafi verið að vara við sumarferðum

Ríkisstjórnin hefur falið starfshóp að skoða slysið í Breiðamerkurjökli og mögulegar brotalamir því tengdar. Í skýrslu sem var unnin fyrir Vatnajökulsþjóðgarð er varað við íshellaferðum að sumarlagi og forsætisráðherra segist hugsi yfir að ekki hafi verið tekið tillit til þess.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Gaza

Það hafa fleiri börn látist í árásum Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðina en samanlagt í öllum stríðsátökum í heiminum síðastliðin fjögur ár. Þar er verið að ráðast á okkar minnstu máttar, þau sem alls ekki geta varið sig.

Skoðun
Fréttamynd

Er kannski komið að því að skoða eitt­hvað annað en genin?

Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna.

Skoðun
Fréttamynd

Stimplagerð og samgöngusáttmálinn

Í íslenskum stjórnmálum er aðferðum spunadoktora eða almannatengla ósjaldan beitt til að koma af stað tiltekinni orðræðu um málefni. Með þessu á að hafa stjórn á hver sé ímynd málefnis. Vandinn við þessa nálgun í stjórnmálum er að hún dregur oft athyglina frá efnislegu inntaki málefnis. Þess í stað er lögð áhersla á að endurtaka innihaldslausa frasa og hvernig megi stimpla fólk sem er annarrar skoðunar en spunadokturunum er ætlað að berjast fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö af hverjum þremur nýjum störfum síðasta árið orðið til í opin­bera geiranum

Frá miðju síðasta ári hafa um tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem bættust við íslenskan vinnumarkað orðið til hjá opinbera geiranum á meðan vísbendingar eru um að það dragi á sama tíma talsvert úr fjölgun starfa í einkageiranum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að stjórnvöld hljóti að leita allra leiða til að draga úr spennu á vinnumarkaði, sem hefur átt sinn þátt í að viðhalda þrálátri verðbólgu, með því að horfa þar til eigin umsvifa.

Innherji
Fréttamynd

Vel­ferð á þínum for­sendum

Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki gott fyrir ríkis­stjórn að takast á í fjöl­miðlum

„Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“

Innlent
Fréttamynd

Ó­sátt að Kol­brún birti bréfið í hennar ó­þökk

Ásta Þ. Skjaldal Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttir, oddvita Flokk fólksins í Reykjavík, hafa birt bréf hennar til forseta borgarstjórnar um framkomu Hjálmars Sveinssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi í hennar óþökk. 

Innlent
Fréttamynd

Segir fram­komu Hjálmars á fundi merki um of­beldis­menningu

„Á umhverfis og skipulagsráðsfundi [...] veittist borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, að fjarverandi borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur, á einstaklega rætinn og ómaklegan hátt og tel ég að með orðum sínum hafi hann brotið siðareglur kjörinna fulltrúa [...] auk þess sem ég tel orð hans vera aðför að lýðræði borgarbúa.“

Innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnin sér­stök

Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku.

Innlent